Nahúm 1:1–15
1 Yfirlýsing gegn Níníve:+ Bókin um sýnina sem Nahúm* Elkósíti sá:
2 Jehóva er Guð sem krefst óskiptrar hollustu+ og kemur fram hefndum.
Jehóva hefnir og er tilbúinn að gefa reiði sinni útrás.+
Jehóva kemur fram hefndum á fjandmönnum sínumog safnar reiðinni í sjóð handa óvinum sínum.
3 Jehóva er seinn til reiði+ og máttugur mjög+en Jehóva hlífir engum við refsingu sem á hana skilið.+
Eyðandi ofviðri og stormur fylgja honumog skýin eru rykið undan fótum hans.+
4 Hann hastar á hafið+ og þurrkar það upp,hann lætur allar árnar þorna.+
Basan og Karmel skrælna+og blómin í Líbanon visna.
5 Fjöllin skjálfa fyrir honumog hæðirnar bráðna.+
Jörðin leikur á reiðiskjálfi frammi fyrir honumog sömuleiðis landið og allir sem í því búa.+
6 Hver getur staðist gremju hans?+
Og hver þolir brennandi reiði hans?+
Hann úthellir heift sinni eins og eldiog klettarnir klofna frammi fyrir honum.
7 Jehóva er góður,+ vígi á degi neyðarinnar.+
Hann annast þá* sem leita athvarfs hjá honum.+
8 Hann gereyðir borginni* í miklu flóðiog myrkrið eltir óvini hans.
9 Hvaða launráð bruggið þið gegn Jehóva?
Hann útrýmir ykkur með öllu.
Þrengingin kemur ekki í annað sinn.+
10 Þeir* eru eins og þéttvaxið þyrnigerðiog eins og menn drukknir af bjór*en þeir munu fuðra upp eins og skraufþurr hálmur.
11 Frá þér kemur sá sem upphugsar illvirki gegn Jehóvaog gefur gagnslaus ráð.
12 Þetta segir Jehóva:
„Þótt þeir séu fjölmennir og sterkirverða þeir felldir og hverfa.*
Ég hef þjakað þig* en mun ekki gera það framar.
13 Nú brýt ég okið sem hann lagði á þig+og slít sundur fjötra þína.
14 Jehóva hefur fyrirskipað varðandi þig:*
‚Nafn þitt mun ekki varðveitast.
Ég útrými skurðgoðunum og málmlíkneskjunum* í húsi* guða þinna.
Ég gref þér gröf því að þú ert fyrirlitlegur.‘
15 Sjáið á fjöllunum fætur þess sem flytur fagnaðarboðskap,þess sem boðar frið.+
Haltu hátíðir þínar,+ Júda, efndu heit þínþví að vondir menn gera aldrei innrás framar.
Þeim verður gereytt.“
Neðanmáls
^ Sem þýðir ‚huggari‘.
^ Eða „gefur gaum að þeim“. Orðrétt „þekkir þá“.
^ Það er, Níníve.
^ Það er, Nínívemenn.
^ Eða „hveitibjór“.
^ Eða hugsanl. „felldir þegar hann gerir árás“.
^ Það er, Júda.
^ Það er, konung Assýríu eða ríkið sjálft.
^ Eða „steyptu líkneskjunum“.
^ Eða „hofi“.