Nehemíabók 11:1–36

  • Fólk flyst til Jerúsalem (1–36)

11  Nú bjuggu höfðingjar fólksins í Jerúsalem.+ Annars staðar varpaði fólk hlutkesti+ um hverjir skyldu flytjast til Jerúsalem, borgarinnar helgu. Einn af hverjum tíu var valinn til þess en hinir níu bjuggu áfram í hinum borgunum.  Sumir buðu sig auk þess fram til að búa í Jerúsalem og fólkið blessaði þá.  Þetta eru leiðtogar skattlandsins sem bjuggu í Jerúsalem. (Aðrir Ísraelsmenn, prestar, Levítar, musterisþjónar*+ og afkomendur þjóna Salómons+ bjuggu í öðrum borgum Júda, hver á sinni eign í borg sinni.+  Í Jerúsalem bjuggu líka sumir af ættkvíslum Júda og Benjamíns.) Af ættkvísl Júda voru Ataja Ússíason, sonar Sakaría, sonar Amarja, sonar Sefatja, sonar Mahalalels sem var einn af afkomendum Peresar,+  og Maaseja Barúksson, sonar Kol Hóse, sonar Hasaja, sonar Adaja, sonar Jójaríbs, sonar Sakaría af ætt Sela.  Afkomendur Peresar sem bjuggu í Jerúsalem voru alls 468 vopnfærir menn.  Þessir voru af ættkvísl Benjamíns: Sallú+ Mesúllamsson, sonar Jóeds, sonar Pedaja, sonar Kólaja, sonar Maaseja, sonar Ítíels, sonar Jesaja,  og auk hans Gabbaí og Sallaí, alls 928 menn.  Jóel Síkríson var umsjónarmaður þeirra og Júda Hassenúason var næstæðstur yfir borginni. 10  Af prestunum: Jedaja Jójaríbsson, Jakín,+ 11  Seraja Hilkíason, sonar Mesúllams, sonar Sadóks, sonar Merajóts, sonar Ahítúbs,+ eins af æðstu mönnunum í húsi* hins sanna Guðs, 12  og bræður þeirra, sem önnuðust störfin við húsið, alls 822; og Adaja Jeróhamsson, sonar Pelalja, sonar Amsí, sonar Sakaría, sonar Pashúrs,+ sonar Malkía 13  og bræður hans sem voru ættarhöfðingjar, alls 242; og Amassaí Asarelsson, sonar Ahsaí, sonar Mesillemóts, sonar Immers, 14  og bræður þeirra sem voru kraftmiklir og hugrakkir menn, alls 128. Umsjónarmaður þeirra var Sabdíel sem var af þekktum ættum. 15  Af Levítunum: Semaja+ Hassúbsson, sonar Asríkams, sonar Hasabja, sonar Búní, 16  og Sabbetaí+ og Jósabad+ en þeir voru yfirmenn meðal Levítanna sem sáu um þjónustuna við hús hins sanna Guðs utandyra; 17  og Mattanja+ Míkason, sonar Sabdí, sonar Asafs,+ kórstjóri sem stjórnaði lofsöngnum við bænastundina,+ Bakbúkja, aðstoðarmaður bræðra sinna, og Abda Sammúason, sonar Galals, sonar Jedútúns.+ 18  Levítarnir í borginni helgu voru alls 284. 19  Og hliðverðirnir voru Akkúb, Talmón+ og bræður þeirra sem stóðu vörð við hliðin, alls 172. 20  Aðrir Ísraelsmenn, prestar og Levítar bjuggu í öllum hinum borgum Júda, hver á sinni eign sem hann hafði fengið í arf.* 21  Musterisþjónarnir*+ bjuggu í Ófel,+ og Síha og Gispa voru umsjónarmenn þeirra. 22  Umsjónarmaður Levítanna í Jerúsalem var Ússí Baníson, sonar Hasabja, sonar Mattanja,+ sonar Míka, eins af afkomendum Asafs, söngvaranna. Hann hafði umsjón með störfunum við hús hins sanna Guðs. 23  Konungleg tilskipun hafði verið gefin um söngvarana,+ að þeir fengju ákveðinn styrk svo að þeir hefðu það sem þeir þyrftu á hverjum degi. 24  Petaja Mesesabelsson af ætt Sera Júdasonar var ráðgjafi* konungs í öllum málum fólksins. 25  Skrá um bæina með tilheyrandi akurlendi: Sumir af Júdamönnum bjuggu í Kirjat Arba+ og tilheyrandi þorpum,* í Díbon og tilheyrandi þorpum, í Jekabeel+ og bæjunum í kring, 26  í Jesúa, í Mólada,+ í Bet Pelet,+ 27  í Hasar Súal,+ í Beerseba og tilheyrandi þorpum,* 28  í Siklag,+ í Mekóna og tilheyrandi þorpum,* 29  í En Rimmon,+ Sórea+ og Jarmút, 30  í Sanóa,+ í Adúllam og bæjunum í kring, í Lakís+ og ökrunum í kring og í Aseka+ og tilheyrandi þorpum.* Þeir settust að* á svæðinu frá Beerseba allt að Hinnomsdal.+ 31  Benjamínítar bjuggu í Geba,+ Mikmas, Aja, Betel+ og tilheyrandi þorpum,* 32  í Anatót,+ Nób,+ Ananja, 33  Hasór, Rama,+ Gittaím, 34  Hadíd, Sebóím, Neballat, 35  Lód og Ónó,+ dal handverksmannanna. 36  Og sumum flokkum Levítanna frá Júda var sagt að setjast að á svæði Benjamíns.

Neðanmáls

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.
Eða „musteri“.
Eða „á erfðahlut sínum“.
Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.
Orðrétt „var við hönd“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „gerðu sér búðir“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „þorpunum í kring“.