Nehemíabók 13:1–31

  • Aðrar umbætur Nehemía (1–31)

    • Tíundin skal afhent (10–13)

    • Ekki má vanhelga hvíldardaginn (15–22)

    • Blönduð hjónabönd fordæmd (23–28)

13  Á þeim degi var lesið upp úr bók Móse fyrir fólkið.+ Þá sáu menn að það stóð í henni að enginn Ammóníti eða Móabíti+ mætti nokkurn tíma ganga í söfnuð hins sanna Guðs+  því að þeir höfðu ekki komið á móti Ísraelsmönnum með brauð og vatn heldur ráðið Bíleam til að bölva þeim.+ En Guð okkar hafði snúið bölvuninni í blessun.+  Þegar þeir heyrðu hvað stóð í lögunum fóru þeir að aðgreina alla sem voru af erlendum* uppruna frá Ísrael.+  Áður hafði Eljasíb+ prestur haft umsjón með geymslunum* í húsi* Guðs okkar+ en hann var tengdur Tobía.+  Hann hafði gefið Tobía aðgang að stórri geymslu* sem áður hafði verið notuð undir kornfórnina, reykelsið, áhöldin og tíundina af korninu, nýja víninu og olíunni+ sem Levítarnir,+ söngvararnir og hliðverðirnir eiga rétt á og undir framlögin til prestanna.+  Á þessum tíma var ég ekki í Jerúsalem því að á 32. stjórnarári+ Artaxerxesar,+ konungs í Babýlon, hafði ég farið til konungs. En að nokkrum tíma liðnum bað ég konung um fjarvistarleyfi.  Þegar ég kom til Jerúsalem sá ég hvílíka svívirðu Eljasíb+ hafði framið með því að gefa Tobía+ aðgang að geymslu í forgarði húss hins sanna Guðs.  Mér mislíkaði þetta mjög og ég henti öllum húsgögnum Tobía út úr geymslunni.*  Síðan skipaði ég að geymslurnar* skyldu hreinsaðar og ég flutti þangað aftur áhöld húss hins sanna Guðs+ ásamt kornfórninni og reykelsinu.+ 10  Ég komst einnig að raun um að Levítarnir höfðu ekki fengið framlögin+ sem þeir áttu að fá.+ Levítarnir og söngvararnir sem gegndu þjónustu voru því farnir til að vinna á ökrum sínum.+ 11  Ég ávítaði embættismennina+ og sagði: „Hvers vegna hefur hús hins sanna Guðs verið vanrækt?“+ Síðan kallaði ég saman þá sem höfðu farið og fól þeim að gegna störfum sínum að nýju. 12  Allir Júdamenn komu nú með tíundina+ af korninu, nýja víninu og olíunni í geymslurnar.+ 13  Ég skipaði Selemja prest, Sadók afritara* og Levítann Pedaja til að hafa umsjón með geymslunum og Hanan Sakkúrsson, sonar Mattanja, þeim til aðstoðar því að þeir voru taldir áreiðanlegir menn. Þeir höfðu það verkefni að dreifa framlögunum til bræðra sinna. 14  Minnstu mín,+ Guð minn, vegna þessa og gleymdu ekki að ég hef sýnt húsi Guðs míns og þjónustunni* þar tryggan kærleika.+ 15  Ég sá líka fólk í Júda troða vínber á hvíldardegi,+ klyfja asna með korni og flytja heilu haugana af því, og koma með vín, vínber, fíkjur og alls konar varning inn í Jerúsalem á hvíldardegi.+ Ég varaði það við að selja matvörur á þeim degi.* 16  Týrverjar sem bjuggu í borginni komu með fisk og alls konar vörur og seldu Júdamönnum og Jerúsalembúum á hvíldardeginum.+ 17  Ég ávítaði þá tignarmenn Júda og sagði við þá: „Hvernig getið þið gert annað eins og vanhelgað hvíldardaginn? 18  Var það ekki einmitt þetta sem forfeður ykkar gerðu svo að Guð okkar lét allar þessar hörmungar koma yfir okkur og yfir þessa borg? Nú kallið þið enn meiri reiði yfir Ísrael með því að vanhelga hvíldardaginn.“+ 19  Um leið og tók að skyggja og hvíldardagurinn nálgaðist fyrirskipaði ég að hliðum Jerúsalem skyldi lokað. Ég skipaði einnig að ekki mætti opna þau á ný fyrr en eftir hvíldardaginn og lét nokkra af mínum eigin mönnum standa vörð við hliðin þannig að ekki yrði komið með neinar vörur á hvíldardegi. 20  Kaupmenn og sölumenn alls konar varnings voru því næturlangt fyrir utan Jerúsalem í eitt eða tvö skipti. 21  Ég ávítaði þá og sagði: „Hvers vegna eyðið þið nóttinni fyrir utan múrinn? Ef þið gerið þetta aftur læt ég reka ykkur burt með valdi.“ Eftir það létu þeir ekki sjá sig á hvíldardegi. 22  Ég sagði líka Levítunum að hreinsa sig reglulega og koma og standa vörð við hliðin þannig að hvíldardagurinn héldist heilagur.+ Minnstu mín einnig fyrir þetta, Guð minn, og hafðu meðaumkun með mér í óþrjótandi kærleika* þínum.+ 23  Um þessar mundir sá ég líka Gyðinga sem höfðu gifst* konum frá Asdód,+ Ammón og Móab.+ 24  Helmingur barna þeirra talaði asdódsku og hinn helmingurinn mál einhverrar af hinum þjóðunum en ekkert þeirra kunni mál Gyðinga. 25  Ég ávítaði þá, formælti þeim og barði nokkra þeirra,+ hárreytti þá, lét þá sverja við Guð og sagði: „Þið skuluð ekki gefa sonum þeirra dætur ykkar og þið skuluð ekki taka nokkrar af dætrum þeirra handa sonum ykkar eða sjálfum ykkur.+ 26  Var það ekki af þessum orsökum sem Salómon konungur Ísraels syndgaði? Meðal hinna mörgu þjóða var enginn konungur honum líkur.+ Guð hans elskaði hann+ og gerði hann að konungi yfir öllum Ísrael en útlendu eiginkonurnar fengu jafnvel hann til að syndga.+ 27  Það er með ólíkindum að þið skulið hafa gert ykkur seka um þessa svívirðu og svikið Guð okkar með því að giftast útlenskum konum.“+ 28  Einn af sonum Jójada+ Eljasíbssonar+ æðstaprests hafði gifst dóttur Sanballats+ Hóroníta. Ég rak hann því burt frá mér. 29  Mundu eftir þeim, Guð minn, því að þeir hafa vanhelgað prestdóminn og sáttmálann við prestana+ og Levítana.+ 30  Og ég hreinsaði fólkið af öllum erlendum áhrifum og fól prestunum og Levítunum hverjum sitt verkefni,+ 31  og ég sá til þess að komið væri með eldivið+ á ákveðnum tímum og með fyrstu þroskuðu ávextina. Minnstu mín, Guð minn, mér til góðs.+

Neðanmáls

Eða „blönduðum“.
Eða „matsölunum“.
Eða „musteri“.
Eða „stórum matsal“.
Eða „matsalnum“.
Eða „matsalirnir“.
Eða „fræðimann“.
Eða „umsjóninni“.
Eða hugsanl. „varaði það við á þeim degi að selja matvörur“.
Eða „tryggum kærleika“.
Eða „tekið heim til sín“.