Nehemíabók 3:1–32

  • Múrarnir endurreistir (1–32)

3  Eljasíb+ æðstiprestur og bræður hans, prestarnir, hófust handa við að reisa Sauðahliðið.+ Þeir helguðu* það+ og settu hurðirnar í það, þeir helguðu múrinn allt að Meaturni+ og þaðan að Hananelturni.+  Við hliðina á þeim unnu Jeríkómenn+ að byggingunni og við hlið þeirra Sakkúr Imríson.  Synir Hassenaa reistu Fiskhliðið,+ þeir smíðuðu tréverkið+ og settu í það hurðir, lokur og slagbranda.  Við hliðina á þeim vann Meremót+ Úríason, Hakkóssonar, að viðgerðinni, við hlið þeirra Mesúllam+ Berekíason, Mesesabelssonar, og við hlið þeirra vann Sadók Baanason að viðgerðinni.  Við hliðina á þeim unnu Tekóamenn+ að viðgerðinni en framámenn þeirra vildu ekki lítillækka sig og vinna* undir handleiðslu umsjónarmanna sinna.  Jójada Paseason og Mesúllam Besódíason gerðu við Hlið gömlu borgarinnar,+ þeir smíðuðu tréverkið og settu í það hurðir, lokur og slagbranda.  Við hlið þeirra unnu Melatja Gíbeoníti+ og Jadón Merónótíti að viðgerðinni, menn frá Gíbeon og Mispa+ sem voru undir yfirráðum* landstjóra svæðisins handan Fljótsins.*+  Við hlið þeirra vann Ússíel Harhajason, einn gullsmiðanna, að viðgerðinni og við hlið hans Hananja, einn af smyrslagerðarmönnunum,* og þeir steinlögðu* Jerúsalem allt að Breiðamúr.+  Við hlið þeirra vann Refaja Húrsson að viðgerðinni en hann var höfðingi yfir hálfu Jerúsalemhéraði. 10  Við hlið þeirra, á móts við hús sitt, vann Jedaja Harúmafsson að viðgerðinni og við hlið hans vann Hattús Hasabnejason. 11  Malkía Harímsson+ og Hassúb Pahat Móabsson+ gerðu við múrinn á öðrum stað* og einnig Ofnturninn.+ 12  Og við hlið þeirra vann Sallúm Hallóhesson að viðgerðinni ásamt dætrum sínum. Hann var höfðingi yfir hálfu Jerúsalemhéraði. 13  Hanún og íbúar Sanóa+ gerðu við Dalshliðið.+ Þeir reistu það og settu svo í það hurðir, lokur og slagbranda og þeir gerðu við 1.000 álnir* af múrnum allt að Öskuhliðinu.+ 14  Malkía Rekabsson, höfðingi Bet Keremhéraðs,+ gerði við Öskuhliðið. Hann reisti það og setti í það hurðir, lokur og slagbranda. 15  Sallún Kol Hóseson, höfðingi Mispahéraðs,+ gerði við Lindarhliðið.+ Hann reisti það, gerði á það þak og setti í það hurðir, lokur og slagbranda. Hann gerði líka við múrinn við Vatnsveitutjörnina+ hjá Konungsgarðinum+ allt að tröppunum+ sem liggja niður frá Davíðsborg.+ 16  Næstur honum vann Nehemía Asbúksson að viðgerðinni á móts við grafir Davíðs+ allt að manngerðu tjörninni+ og áfram að Húsi hinna máttugu. Hann var höfðingi yfir hálfu Bet Súrhéraði.+ 17  Næstir honum unnu Levítarnir að viðgerðinni, þeir Rehúm Baníson og næstur honum Hasabja fyrir hérað sitt en hann var höfðingi yfir hálfu Kegíluhéraði.+ 18  Næstir honum unnu bræður þeirra að viðgerðinni. Yfir þeim var Bavvaí Henadadsson, höfðingi yfir hálfu Kegíluhéraði. 19  Við hlið hans gerði Eser Jesúason+ við annan hluta múrsins gegnt brekkunni upp að Vopnabúrinu við Styrktarstoðina.+ Hann var höfðingi yfir Mispa. 20  Næstur honum vann Barúk Sabbaíson+ af kappi og gerði við annan hluta múrsins, frá Styrktarstoðinni allt að innganginum að húsi Eljasíbs+ æðstaprests. 21  Næstur honum gerði Meremót+ Úríason, Hakkóssonar, við annan hluta múrsins, frá innganginum að húsi Eljasíbs að endanum á húsi hans. 22  Og næstir honum unnu prestarnir, menn frá Jórdansvæðinu,*+ að viðgerðinni. 23  Næstir þeim unnu Benjamín og Hassúb að viðgerðinni á móts við hús sitt. Næstur þeim vann Asarja Maasejason, Ananjasonar, að viðgerðinni í grennd við hús sitt. 24  Næstur honum gerði Binnúí Henadadsson við annan hluta múrsins, frá húsi Asarja allt að Styrktarstoðinni+ og áfram að horninu. 25  Næstur honum vann Palal Úsaíson að viðgerðinni á móts við Styrktarstoðina og turninn sem gengur út úr húsi* konungs,+ efri turninn sem tilheyrir Varðgarðinum.+ Næstur honum var Pedaja Parósson.+ 26  Musterisþjónarnir*+ sem bjuggu í Ófel+ unnu að viðgerðinni allt að staðnum á móts við Vatnshliðið+ austan megin og turninn sem gengur út úr múrnum. 27  Næstir þeim gerðu Tekóamenn+ við annan hluta múrsins, frá staðnum gegnt stóra turninum sem gengur út úr múrnum, allt að Ófelmúrnum. 28  Prestarnir unnu að viðgerðinni fyrir ofan Hrossahliðið,+ hver á móts við hús sitt. 29  Næstur þeim vann Sadók+ Immersson að viðgerðinni á móts við hús sitt. Og næstur honum vann Semaja Sekanjason, vörður Austurhliðsins.+ 30  Næstir honum gerðu Hananja Selemjason og Hanún, sjötti sonur Salafs, við annan hluta múrsins. Næstur honum vann Mesúllam+ Berekíason að viðgerðinni andspænis húsi sínu.* 31  Næstur honum vann Malkía, sem er í samtökum gullsmiðanna, að viðgerðinni allt að húsi musterisþjónanna*+ og kaupmannanna sem er á móts við Skoðunarhliðið, og þaðan að þakherberginu á horninu. 32  Og milli þakherbergisins á horninu og Sauðahliðsins+ unnu gullsmiðirnir og kaupmennirnir að viðgerðinni.

Neðanmáls

Eða „vígðu“.
Eða „ekki beygja háls sinn“.
Eða „vestan Efrat“.
Orðrétt „sem tilheyra hásæti“.
Eða „ilmvatnsgerðarmönnunum“.
Eða „hellulögðu“.
Eða „gerðu við útmældan hluta“.
Um 445 m. Sjá viðauka B14.
Eða hugsanl. „svæðinu í grennd“.
Eða „höll“.
Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.
Eða „sal sínum; herbergi sínu“.
Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.