Nehemíabók 6:1–19

  • Andstaða við endurreisnina heldur áfram (1–14)

  • Múrinn fullgerður á 52 dögum (15–19)

6  Nú var Sanballat, Tobía,+ Gesem Araba+ og öðrum óvinum okkar sagt að ég hefði endurreist múrinn+ og að engin skörð væru lengur í honum (þó að ég væri ekki búinn að setja hurðirnar í hliðin).+  Sanballat og Gesem sendu mér þá samstundis eftirfarandi boð: „Mælum okkur mót í einu af þorpunum á Ónósléttu.“+ Þeir ætluðu hins vegar að gera mér mein.  Ég sendi því menn til þeirra með þessi boð: „Ég er upptekinn af miklu verki og get ekki komið niður eftir. Á ég að fara úr vinnunni og láta hana stöðvast til að hitta ykkur?“  Þeir sendu mér sömu skilaboð fjórum sinnum og ég svaraði þeim eins í hvert skipti.  Sanballat sendi þá aðstoðarmann sinn til mín í fimmta sinn með sömu skilaboð og með opið bréf í hendi.  Í því stóð: „Sá orðrómur gengur meðal þjóðanna, og Gesem+ segir það líka, að þú og Gyðingarnir ætlið ykkur að gera uppreisn.+ Þess vegna sért þú að reisa múrinn. Það er líka sagt að þú eigir að verða konungur þeirra  og hafir einnig skipað spámenn til að flytja þessi boð um þig í Jerúsalem: ‚Það er kominn konungur í Júda!‘ Og nú á konungurinn eftir að frétta þetta. Komdu svo að við getum rætt málin.“  Þá sendi ég honum þetta svar: „Ekkert af því sem þú segir hefur átt sér stað. Þú hefur sjálfur spunnið þetta upp.“*  Þeir voru allir að reyna að hræða okkur og sögðu: „Þeim fallast hendur við þetta verk svo að því verður ekki lokið.“+ Nú bið ég: Styrktu hendur mínar.+ 10  Eftir þetta gekk ég inn í hús Semaja Delajasonar, Mehetabeelssonar, en hann hafði lokað sig inni. Hann sagði: „Mælum okkur mót í húsi hins sanna Guðs, inni í musterinu, og lokum dyrunum því að þeir ætla að koma og drepa þig. Þeir ætla að drepa þig að næturlagi.“ 11  En ég svaraði: „Ætti maður eins og ég að flýja? Getur maður eins og ég farið inn í musterið og haldið lífi?+ Ég fer ekki þangað!“ 12  Þá gerði ég mér grein fyrir að Guð hefði ekki sent hann heldur að Tobía og Sanballat+ hefðu greitt honum fyrir að flytja þennan spádóm gegn mér. 13  Hann hafði fengið greitt fyrir að hræða mig og koma mér til að syndga. Þá hefðu þeir fengið tilefni til að koma á mig óorði og ásaka mig. 14  Mundu, Guð minn, eftir þeim Tobía+ og Sanballat og því sem þeir hafa gert, og einnig Nóödju spákonu og hinum spámönnunum sem reyndu sífellt að hræða mig. 15  Múrinn var fullgerður 25. elúl,* á 52 dögum. 16  Þegar óvinir okkar fréttu það og allar þjóðirnar umhverfis okkur sáu það misstu þær sjálfstraustið*+ því að þær áttuðu sig á að það var með hjálp Guðs okkar sem við höfðum unnið þetta verk. 17  Á þeim tíma sendu tignarmenn+ Júda fjölda bréfa til Tobía og hann svaraði þeim. 18  Margir í Júda sóru honum hollustueið því að hann var tengdasonur Sekanja Arasonar+ og Jóhanan sonur hans var giftur dóttur Mesúllams+ Berekíasonar. 19  Þeir hömpuðu líka Tobía stöðugt og sögðu honum síðan hvað ég hefði sagt. Tobía sendi þá bréf til að hræða mig.+

Neðanmáls

Orðrétt „spunnið þetta upp í hjarta þínu“.
Orðrétt „féllu þær mjög í eigin áliti“.