Opinberun Jóhannesar 1:1–20

  • Opinberun frá Guði fyrir milligöngu Jesú (1–3)

  • Kveðjur til safnaðanna sjö (4–8)

    • „Ég er alfa og ómega“ (8)

  • Jóhannes fluttur fram á Drottins dag (9–11)

  • Hinn dýrlegi Jesús birtist í sýn (12–20)

1  Opinberun* Jesú Krists sem Guð gaf honum+ til að sýna þjónum sínum+ það sem á að gerast bráðlega. Hann sendi engil sinn og lét hann birta það Jóhannesi+ þjóni Guðs með táknum  en Jóhannes vitnaði um orð Guðs og um vitnisburð Jesú Krists, já, um allt sem hann sá.  Sá sem les upp þessi spádómsorð er hamingjusamur og sömuleiðis þeir sem heyra þau og fara eftir því sem er skrifað í spádóminum+ því að hinn tilsetti tími er í nánd.  Frá Jóhannesi til safnaðanna sjö+ í skattlandinu Asíu. Megið þið njóta einstakrar góðvildar og friðar frá „honum sem er, sem var og kemur“,+ frá öndunum sjö+ sem eru frammi fyrir hásæti hans  og frá Jesú Kristi, „vottinum trúa“,+ sem er „frumburður upprisunnar frá dauðum“+ og „sá sem ræður yfir konungum jarðarinnar“.+ Hann elskar okkur+ og leysti okkur undan syndum okkar með blóði sínu,+  og hann gerði okkur að konungsríki+ og prestum+ handa Guði sínum og föður. Hans er dýrðin og mátturinn að eilífu. Amen.  Hann kemur með skýjunum+ og hvert auga mun sjá hann, einnig þeir sem ráku hann í gegn, og allar ættkvíslir jarðar munu harma og kveina vegna hans.+ Já, það verður. Amen.  „Ég er alfa og ómega,“*+ segir Jehóva* Guð, „sá sem er og sá sem var og sá sem kemur, Hinn almáttugi.“+  Ég, Jóhannes, sem er bróðir ykkar og á hlutdeild með ykkur í ofsóknunum,+ ríkinu+ og þolgæðinu+ sem fylgjandi Jesú,+ var á eyjunni Patmos fyrir að hafa talað um Guð og vitnað um Jesú. 10  Með innblæstri* var ég fluttur fram á Drottins dag og ég heyrði að baki mér sterka rödd sem líktist lúðurhljómi. 11  Hún sagði: „Skrifaðu í bókrollu það sem þú sérð og sendu hana til safnaðanna sjö í Efesus,+ Smyrnu,+ Pergamos,+ Þýatíru,+ Sardes,+ Fíladelfíu+ og Laódíkeu.“+ 12  Ég sneri mér við til að sjá hver talaði við mig. Þegar ég gerði það sá ég sjö ljósastikur úr gulli+ 13  og á milli þeirra sá ég einhvern líkan mannssyni,+ klæddan skósíðri flík og með gullbelti um bringuna. 14  Höfuð hans og hár var hvítt eins og hvít ull, eins og snjór, og augu hans voru eins og eldslogi.+ 15  Fætur hans voru eins og gæðakopar+ sem glóir í bræðsluofni og rödd hans var eins og niður margra vatna. 16  Hann var með sjö stjörnur í hægri hendinni,+ út af munni hans gekk langt og beitt tvíeggjað sverð+ og andlit hans var eins og sólin þegar hún skín skærast.+ 17  Þegar ég sá hann féll ég eins og dauður væri við fætur hans. En hann lagði hægri höndina á mig og sagði: „Vertu ekki hræddur. Ég er hinn fyrsti+ og hinn síðasti+ 18  og hinn lifandi.+ Ég dó+ en sjáðu, nú lifi ég um alla eilífð+ og ég hef lyklana að dauðanum og gröfinni.*+ 19  Skrifaðu nú niður það sem þú sást, það sem gerist núna og það sem á eftir að gerast. 20  Þetta er hinn heilagi leyndardómur um stjörnurnar sjö sem þú sást í hægri hendi minni og um gullljósastikurnar sjö: Stjörnurnar sjö tákna engla safnaðanna sjö, og ljósastikurnar sjö tákna söfnuðina sjö.+

Neðanmáls

Eða „Afhjúpun“.
Eða „a og ö“. Alfa og ómega eru fyrsti og síðasti stafur gríska stafrófsins.
Það er, undir áhrifum heilags anda.
Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.