Opinberun Jóhannesar 15:1–8
15 Ég sá annað tákn á himni, mikið og einkennilegt: sjö engla+ með sjö plágur. Þetta eru síðustu plágurnar því að með þeim linnir reiði Guðs.+
2 Ég sá eitthvað sem leit út eins og glerhaf+ blandað eldi, og þeir sem höfðu sigrað+ villidýrið, líkneski þess+ og tölu nafns þess+ stóðu við glerhafið og héldu á hörpum Guðs.
3 Þeir sungu söng Móse+ þjóns Guðs og söng lambsins:+
„Mikil og stórkostleg eru verk þín,+ Jehóva* Guð, þú almáttugi.+ Réttlátir og sannir eru vegir þínir,+ þú konungur eilífðar.+
4 Hver skyldi ekki óttast þig, Jehóva,* og heiðra nafn þitt því að þú einn ert trúr?+ Allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér+ því að réttlátir úrskurðir þínir eru orðnir opinberir.“
5 Eftir þetta sá ég helgidóm vitnisburðartjaldbúðarinnar+ opnast á himni+
6 og englarnir sjö með plágurnar sjö+ komu út úr helgidóminum, klæddir hreinu og skínandi líni og með gullbelti um bringuna.
7 Ein af lifandi verunum fjórum fékk þessum sjö englum sjö gullskálar sem voru fullar af reiði Guðs,+ hans sem lifir um alla eilífð.
8 Og helgidómurinn fylltist af reyk vegna dýrðar Guðs+ og máttar, og enginn gat gengið inn í helgidóminn fyrr en sjö plágum+ englanna sjö var lokið.