Opinberun Jóhannesar 2:1–29
2 Skrifaðu engli+ safnaðarins í Efesus:+ Þetta segir sá sem heldur á stjörnunum sjö í hægri hendinni og gengur um milli gullljósastikanna sjö:+
2 ‚Ég þekki verk þín, erfiði þitt og þolgæði og veit að þú umberð ekki vonda menn. Þú hefur reynt þá sem segjast vera postular+ en eru það ekki og þú hefur komist að raun um að þeir eru lygarar.
3 Já, þú ert þolgóður og hefur þolað margt vegna nafns míns+ en ekki þreyst.+
4 Ég hef það samt á móti þér að þú hefur glatað kærleikanum sem þú hafðir í upphafi.
5 Mundu því úr hvaða hæð þú hefur fallið, iðrastu+ og gerðu sömu verk og í upphafi. Ef þú iðrast ekki+ kem ég til þín og færi ljósastiku þína+ úr stað.
6 En það er þér til hróss að þú hatar verk Nikólaíta,+ sem ég hata líka.
7 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum:+ Þeim sem sigrar+ leyfi ég að borða af tré lífsins+ sem er í paradís Guðs.‘
8 Skrifaðu engli safnaðarins í Smyrnu: Þetta segir ‚hinn fyrsti og hinn síðasti‘,+ hann sem dó og varð aftur lifandi:+
9 ‚Ég þekki þjáningar þínar og fátækt – en þú ert samt ríkur.+ Ég veit af svívirðingum þeirra sem kalla sig Gyðinga en eru það ekki í raun heldur eru samkunda Satans.+
10 Óttastu ekki þær þjáningar sem eru fram undan.+ Djöfullinn heldur áfram að varpa sumum ykkar í fangelsi þannig að þið verðið reynd til hins ýtrasta, og þið verðið ofsótt í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, þá gef ég þér kórónu lífsins.+
11 Sá sem hefur eyru heyri+ hvað andinn segir söfnuðunum: Þeim sem sigrar+ mun hinn annar dauði+ aldrei vinna mein.‘
12 Skrifaðu engli safnaðarins í Pergamos: Þetta segir sá sem er með langa og beitta tvíeggjaða sverðið:+
13 ‚Ég veit hvar þú býrð, þar sem hásæti Satans er. Þó ertu trúr nafni mínu*+ og þú afneitaðir ekki trúnni á mig,+ jafnvel ekki á dögum Antípasar, míns trúa vottar+ sem var drepinn+ í návist ykkar, í borginni þar sem Satan býr.
14 Ég hef samt nokkuð á móti þér. Hjá þér eru nokkrir sem aðhyllast kenningu Bíleams+ en hann kenndi Balak+ að leggja gildru fyrir Ísraelsmenn svo að þeir átu kjöt sem var fórnað skurðgoðum og frömdu kynferðislegt siðleysi.*+
15 Sömuleiðis eru hjá þér nokkrir sem aðhyllast kenningu Nikólaíta.+
16 Þú þarft því að iðrast. Annars kem ég fljótt til þín og berst við þá með langa sverðinu sem gengur út af munni mínum.+
17 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum:+ Þeim sem sigrar+ gef ég af hinu hulda manna+ og ég gef honum hvíta steinvölu en á hana er skrifað nýtt nafn sem enginn þekkir nema sá sem hlýtur það.‘
18 Skrifaðu engli safnaðarins í Þýatíru:+ Þetta segir sonur Guðs, hann sem er með augu eins og eldsloga+ og fætur eins og gæðakopar:+
19 ‚Ég þekki verk þín, kærleika þinn, trú þína, þjónustu og þolgæði og veit að það sem þú hefur gert í seinni tíð er meira en þú gerðir í byrjun.
20 Ég hef samt það á móti þér að þú umberð konuna Jesebel+ sem kallar sig spákonu en afvegaleiðir þjóna mína með því sem hún kennir svo að þeir fremja kynferðislegt siðleysi*+ og borða kjöt fórnað skurðgoðum.
21 Ég hef gefið henni tíma til að iðrast en hún vill ekki iðrast þess að hafa stundað kynferðislegt siðleysi.*
22 Ég er að því kominn að kasta henni á sóttarsæng og þeim sem halda fram hjá með henni út í miklar þjáningar nema þeir iðrist þess sem hún fékk þá til að gera.
23 Og ég mun taka börn hennar af lífi í banvænni plágu til að allir söfnuðirnir viti að það er ég sem rannsaka hjörtu og innstu hugsanir* og ég gef ykkur, hverju og einu, eftir verkum ykkar.+
24 En ég segi ykkur hinum í Þýatíru, öllum sem fylgja ekki þessari kenningu, þeim sem kynntust ekki svokölluðu „djúpi Satans“:+ Ég legg enga aðra byrði á ykkur.
25 En haldið fast við það sem þið hafið þangað til ég kem.+
26 Þeim sem sigrar og vinnur sömu verk og ég allt til enda mun ég gefa vald yfir þjóðunum+
27 eins og faðir minn hefur gefið mér. Hann mun ríkja yfir þeim eins og hirðir með járnstaf+ svo að þær mölbrotna eins og leirker.
28 Og ég gef honum morgunstjörnuna.+
29 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum.‘
Neðanmáls
^ Orðrétt „Þú heldur þig þó fast við nafn mitt“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
^ Eða „innstu tilfinningar“. Orðrétt „nýru“.