Opinberun Jóhannesar 20:1–15
20 Ég sá engil stíga niður af himni með lykil undirdjúpsins+ og mikla fjötra í hendi sér.
2 Hann tók drekann,+ hinn upphaflega höggorm+ sem er Djöfullinn+ og Satan,+ og batt hann um 1.000 ár.
3 Hann kastaði honum í undirdjúpið,+ lokaði því og innsiglaði svo að hann afvegaleiddi ekki þjóðirnar lengur, ekki fyrr en 1.000 árin væru liðin. Eftir það verður hann leystur um stuttan tíma.+
4 Og ég sá hásæti, og þeim sem sátu í þeim var gefið vald til að dæma. Já, ég sá sálir* þeirra sem höfðu verið líflátnir* fyrir að vitna um Jesú og tala um Guð, þá sem höfðu ekki tilbeðið villidýrið eða líkneski þess og höfðu ekki fengið merkið á enni sér og hönd.+ Þeir lifnuðu við og ríktu sem konungar með Kristi+ í 1.000 ár.
5 Þetta er fyrri upprisan.+ (Hinir sem voru dánir+ lifnuðu ekki við fyrr en 1.000 árin voru liðin.)
6 Allir sem eiga hlut í fyrri upprisunni eru hamingjusamir og heilagir.+ Hinn annar dauði+ hefur ekkert vald yfir þeim.+ Þeir verða prestar+ Guðs og Krists og munu ríkja sem konungar með honum í 1.000 ár.+
7 Um leið og 1.000 árin eru liðin verður Satan leystur úr fangelsi sínu
8 og hann fer út til að afvegaleiða þjóðirnar sem eru á fjórum hornum jarðar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðsins. Fjöldi þeirra er eins og sandkorn sjávarins.
9 Þær sóttu fram um alla jörðina og umkringdu herbúðir hinna heilögu og borgina elskuðu. En eldur kom af himni og eyddi þeim.+
10 Og Djöflinum, sem afvegaleiddi þær, var kastað í haf elds og brennisteins þar sem bæði villidýrið+ og falsspámaðurinn voru fyrir.+ Þau verða kvalin* dag og nótt um alla eilífð.
11 Síðan sá ég mikið hvítt hásæti og þann sem sat í því.+ Jörðin og himinninn flúðu frá honum+ og fundust hvergi framar.
12 Og ég sá hina dánu, jafnt háa sem lága, standa frammi fyrir hásætinu og bókrollur voru opnaðar. En önnur bókrolla var opnuð, bók lífsins.+ Hinir dánu voru dæmdir eftir því sem stóð í bókrollunum, samkvæmt verkum sínum.+
13 Hafið skilaði hinum dánu sem voru í því og dauðinn og gröfin* skiluðu hinum dánu sem voru í þeim, og hver og einn var dæmdur samkvæmt verkum sínum.+
14 Dauðanum og gröfinni* var kastað í eldhafið+ en eldhafið+ táknar hinn annan dauða.+
15 Öllum sem voru ekki skráðir í bók lífsins+ var einnig kastað í eldhafið.+
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar og Op 6:9, nm.
^ Orðrétt „líflátnir með öxi“.
^ Eða „í haldi; í fangelsi“.
^ Eða „Hades“, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
^ Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.