Orðskviðirnir 1:1–33

  • Markmið orðskviðanna (1–7)

  • Vondur félagsskapur er hættulegur (8–19)

  • Viskan kallar á strætinu (20–33)

1  Orðskviðir Salómons+ Davíðssonar,+ konungs í Ísrael:+   til að menn hljóti* visku+ og agaog skilji spakmæli,   til að menn fái aga+ sem veitir skilning,réttsýni,+ góða dómgreind+ og sterka siðferðiskennd,*   til að hinir óreyndu verði hyggnir+og ungt fólk hljóti þekkingu og skarpskyggni.+   Sá sem er vitur hlustar og eykur þekkingu sína,+skynsamur maður fær viturleg ráð.*+   Þá getur hann skilið orðskviði og líkingamál,*orð spekinganna og gátur þeirra.+   Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf þekkingar.+ Aðeins heimskingjar fyrirlíta visku og aga.+   Hlustaðu, sonur minn, á aga föður þíns+og hafnaðu ekki leiðsögn* móður þinnar.+   Þau eru fallegur blómsveigur á höfði þínu,+dýrindis festi um háls þinn.+ 10  Sonur minn, láttu ekki undan ef syndarar reyna að tæla þig.+ 11  Þeir segja kannski: „Komdu með okkur. Leggjumst í launsátur og úthellum blóði. Felum okkur og ráðumst á saklaus fórnarlömb að tilefnislausu. 12  Gleypum þau lifandi eins og gröfin,*upp til agna eins og þá sem fara niður í djúp jarðar. 13  Rænum öllum verðmætum þeirraog fyllum hús okkar ránsfeng. 14  Vertu með!* Við skiptum jafnt því sem við stelum.“* 15  Sonur minn, fylgdu þeim ekki,haltu fæti þínum frá vegi þeirra.+ 16  Þeir* hraða sér til illskuverka,flýta sér til að úthella blóði.+ 17  Það er til einskis að breiða út net þegar fuglinn sér til. 18  Þess vegna liggja menn í launsátri til að úthella blóði,þeir fela sig til að svipta aðra lífi. 19  Þetta gera þeir sem sækjast eftir illa fengnum gróðaen hann mun kosta þá lífið.+ 20  Viskan*+ kallar hátt á strætinu.+ Hún lætur í sér heyra á torgunum.+ 21  Á fjölförnum götuhornum hrópar hún. Við borgarhliðin segir hún:+ 22  „Hve lengi ætlið þið sem eruð fáfróðir að elska fáfræðina? Hve lengi ætlið þið sem hæðist að öðrum að hafa yndi af háði? Og hve lengi ætlið þið heimskingjar að hata þekkingu?+ 23  Hlustið á áminningar mínar.*+ Þá læt ég anda minn streyma yfir ykkurog leyfi ykkur að kynnast orðum mínum.+ 24  Ég hrópaði en þið vilduð ekki hlusta,ég rétti út höndina en enginn gaf því gaum.+ 25  Þið hunsuðuð öll ráð mínog höfnuðuð áminningum mínum. 26  Þess vegna mun ég hlæja þegar ógæfan kemur yfir ykkur,hæðast að ykkur þegar ótti ykkar verður að veruleika,+ 27  þegar skelfingin brestur á eins og stormurog hörmungar skella á eins og fellibylur,þegar neyð og raunir dynja yfir ykkur. 28  Þá hrópa þeir til mín en ég svara þeim ekki. Þeir leita mín ákaft en finna mig ekki+ 29  af því að þeir hötuðu þekkingu+og vildu ekki óttast Jehóva.+ 30  Þeir þáðu ekki ráð mínog lítilsvirtu allar áminningar mínar. 31  Þess vegna fá þeir að súpa seyðið* af gerðum sínum+og mettast af eigin ráðabruggi. 32  Mótþrói hinna óreyndu leiðir þá til dauðaog sinnuleysi heimskingjanna verður þeim að falli. 33  En sá sem hlustar á mig mun búa við öryggi+og engin ógæfa skelfir hann.“+

Neðanmáls

Orðrétt „þekki“.
Eða „sanngirni“.
Eða „góða leiðsögn“.
Eða „torskilið tal“.
Orðrétt „Að óttast“.
Eða „lögum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Varpaðu hlutkesti þínu með okkur“.
Eða „deilum allir sama poka (sjóði)“.
Orðrétt „Fætur þeirra“.
Eða „Sönn viska“.
Eða „Takið sinnaskiptum þegar ég áminni ykkur“.
Orðrétt „neyta ávaxtarins“.