Orðskviðirnir 12:1–28

  • „Sá sem hatar áminningar er óskynsamur“ (1)

  • „Hugsunarlaus orð eru eins og sverðstungur“ (18)

  • Að stuðla að friði veitir gleði (20)

  • „Jehóva hefur andstyggð á lygavörum“ (22)

  • „Áhyggjur íþyngja hjartanu“ (25)

12  Sá sem elskar aga elskar þekkingu+en sá sem hatar áminningar er óskynsamur.+   Hinn góði hlýtur velþóknun Jehóvaen þann sem hefur illt í hyggju fordæmir hann.+   Vonskuverk veita engum manni öryggi+en hinir réttlátu verða aldrei upprættir.   Góð* kona er kóróna manns síns+en kona sem hegðar sér skammarlega er eins og rotnun í beinum hans.+   Hugsanir hinna réttsýnu eru réttlátaren leiðsögn hinna vondu er villandi.   Orð illra manna eru banvæn gildra*+en munnur réttlátra bjargar þeim.+   Þegar hinum vondu er kollvarpað heyra þeir sögunni tilen hús réttlátra stendur stöðugt.+   Orðvar maður hlýtur hrós+en sá sem er rangsnúinn í hjarta verður fyrirlitinn.+   Betra er að vera lítils metinn og eiga þjónen að upphefja sjálfan sig og vera matarlaus.*+ 10  Hinn réttláti annast húsdýr sín+en umhyggja vondra manna er grimmileg. 11  Sá sem ræktar land sitt hefur nóg að borða+en sá sem keppist eftir fánýti er óskynsamur. 12  Vondur maður öfundar hina illu af feng þeirraen rót hinna réttlátu ber ávöxt. 13  Vondur maður syndgar með vörum sínum og lendir í snöru+en hinn réttláti umflýr erfiðleika. 14  Ávöxtur munnsins mettar mann gæðum+og hann hlýtur umbun af handaverkum sínum. 15  Heimskinginn telur veg sinn réttan+en hinn vitri þiggur ráð.+ 16  Heimskur maður lætur gremju sína strax* í ljós+en vitur maður móðgast ekki auðveldlega.* 17  Áreiðanlegt vitni segir sannleikannen ljúgvitni fer með blekkingar. 18  Hugsunarlaus orð eru eins og sverðstunguren tunga hinna vitru græðir.+ 19  Sannsöglar varir standa að eilífu+en lygatunga varir aðeins stutta stund.+ 20  Svik eru í hjörtum þeirra sem áforma illten gleðin er þeirra sem stuðla að friði.+ 21  Ekkert illt hendir hinn réttláta+en hörmungar hrúgast yfir hina vondu.+ 22  Jehóva hefur andstyggð á lygavörum+en yndi af þeim sem eru heiðarlegir. 23  Skynsamur maður fer leynt með það sem hann veiten heimskinginn flaggar vanvisku sinni.+ 24  Hönd hinna iðnu mun ríkja+en iðjulausar hendur verða hnepptar í þrælkun.+ 25  Áhyggjur íþyngja hjartanu*+en uppbyggjandi orð gleður það.+ 26  Hinn réttláti leitar að bestu bithögunumen vegur hinna illu leiðir þá á villigötur. 27  Letinginn eltir ekki bráðina+en dugnaður er dýrmætur fjársjóður. 28  Gata réttlætisins leiðir til lífs,+á þeim vegi er enginn dauði.

Neðanmáls

Eða „Dugmikil“.
Orðrétt „liggja í leyni til að úthella blóði“.
Orðrétt „skorta brauð“.
Eða „samdægurs“.
Orðrétt „breiðir yfir smán“.
Eða „gera mann niðurdreginn“.