Orðskviðirnir 18:1–24

  • Að einangra sig er eigingjarnt og óskynsamlegt (1)

  • „Nafn Jehóva er sterkur turn“ (10)

  • Auður er falskt öryggi (11)

  • Viturlegt að hlusta á báðar hliðarnar (17)

  • Sannur vinur er tryggari en bróðir (24)

18  Sá sem einangrar sig einblínir á sínar eigin langanir,hann vísar allri skynsemi á bug.*   Heimskingjann langar ekki til að læra,hann vill frekar láta skoðanir sínar í ljós.+   Með illmenninu kemur fyrirlitningog smáninni fylgir skömm.+   Orðin úr munni manns eru djúp vötn,+lind viskunnar er iðandi lækur.   Það er ekki rétt að vera hliðhollur hinum vonda+né svipta hinn réttláta rétti sínum.+   Orð heimskingjans kveikja þrætur+og munnur hans býður höggunum heim.+   Munnur heimskingjans steypir honum í glötun+og varirnar stofna lífi hans í hættu.   Orð rógberans eru eins og sælgæti,+menn gleypa við þeim og þau renna beint niður í maga.+   Sá sem er latur við vinnuer bróðir skaðvaldsins.+ 10  Nafn Jehóva er sterkur turn,+hinn réttláti hleypur þangað og hlýtur vernd.*+ 11  Auður hins ríka er honum víggirt borg,varnarmúr í hans eigin ímyndun.+ 12  Hrokafullt hjarta leiðir til falls+en auðmýkt til virðingar.+ 13  Ef einhver svarar áður en hann heyrir málavextier það heimskulegt og til skammar.+ 14  Innri styrkur mannsins heldur honum uppi í veikindum+en hver getur afborið vonleysi?*+ 15  Hjarta hins skynsama aflar sér þekkingar+og eyra hinna vitru leitar þekkingar. 16  Gjöf opnar dyr+og veitir aðgang að stórmennum. 17  Sá sem flytur mál sitt fyrstur virðist hafa á réttu að standa+þar til andstæðingurinn kemur og spyr hann út úr.*+ 18  Að varpa hlutkesti bindur enda á deilur+og sker úr málum hinna valdamiklu. 19  Erfiðara er að vinna móðgaðan bróður en víggirta borg+og deilur eru eins og slagbrandar fyrir virkishliðum.+ 20  Maginn mettast af ávexti munnsins+og maðurinn seðst af afurðum vara sinna. 21  Dauði og líf eru á valdi tungunnar,+sá sem beitir henni óspart mun borða ávöxt hennar.+ 22  Sá sem finnur góða konu finnur gersemi+og hlýtur velþóknun* Jehóva.+ 23  Hinn fátæki grátbiður um hjálpen hinn ríki svarar hörkulega. 24  Sumir vinir hika ekki við að gera hver öðrum mein+en til er vinur sem er tryggari en bróðir.+

Neðanmáls

Eða „fyrirlítur alla skynsemi“.
Orðrétt „er hafinn hátt upp“, það er, þangað sem enginn nær til hans, í öruggt skjól.
Orðrétt „kraminn anda“.
Eða „yfirheyrir hann vandlega“.
Eða „nýtur góðvildar“.