Orðskviðirnir 3:1–35
3 Sonur minn, gleymdu ekki því sem ég hef kennt þér*og haltu boðorð mín af öllu hjarta
2 því að þau munu veita þér langa ævi,mörg og friðsæl ár.+
3 Slepptu ekki takinu á tryggum kærleika og trúfesti.*+
Þú skalt binda þau um háls þinn,skrifa þau á töflu hjarta þíns.+
4 Þá verður þú mikils metinn og vitur,bæði í augum Guðs og manna.+
5 Treystu Jehóva+ af öllu hjartaog reiddu þig ekki á eigin vitsmuni.+
6 Hafðu hann alltaf með í ráðum,+þá mun hann greiða götu þína.+
7 Vertu ekki vitur í eigin augum.+
Óttastu* Jehóva og snúðu baki við hinu illa.
8 Það verður heilnæmt fyrir líkama* þinnog hressandi fyrir bein þín.
9 Heiðraðu Jehóva með verðmætum þínum,+með frumgróðanum* af allri uppskeru þinni.*+
10 Þá verða birgðageymslur þínar troðfullar+og nýtt vín flæðir úr kerum* þínum.
11 Sonur minn, hafnaðu ekki ögun Jehóva+og fyrirlíttu ekki áminningar hans+
12 því að Jehóva ávítar þá sem hann elskar,+rétt eins og faðir agar son sem honum þykir vænt um.+
13 Sá er hamingjusamur sem finnur visku+og aflar sér hygginda.
14 Að eignast hana er betra en að eignast silfurog hún er betri gróði en gull.+
15 Hún er dýrmætari en kóralar,*ekkert sem þú þráir jafnast á við hana.
16 Langlífi er í hægri hendi hennar,auðæfi og heiður í þeirri vinstri.
17 Vegir hennar eru yndislegirog allar götur hennar friðsælar.+
18 Hún er lífstré þeim sem grípa hanaog þeir sem halda fast í hana eru hamingjusamir.+
19 Jehóva lagði grunn að jörðinni með visku+og grundvallaði himininn með skilningi.+
20 Með þekkingu sinni skipti hann djúpinu.
Hann lætur döggina drjúpa úr skýjum himins.+
21 Sonur minn, misstu ekki sjónar á þeim.*
Varðveittu visku og skarpskyggni.
22 Þær verða þér til lífsog eru fallegt skart um háls þinn.
23 Þá gengurðu veg þinn óhulturog hrasar aldrei.+
24 Þegar þú leggst til hvíldar þarftu ekkert að óttast+og þegar þú sofnar sefurðu vært.+
25 Þú þarft hvorki að óttast skyndilega ógæfu+né óveðrið sem mun dynja á hinum illu.+
26 Þú getur reitt þig fullkomlega á Jehóva,+hann forðar fæti þínum frá gildrunni.+
27 Neitaðu þeim ekki um hjálp sem þarfnast hennar+ef það er á þínu færi að gera þeim gott.+
28 Segðu ekki við náunga þinn: „Farðu og komdu aftur seinna. Ég skal gefa þér eitthvað á morgun,“ef þú getur gefið það nú þegar.
29 Leggðu ekki á ráðin gegn náunga þínum+meðan hann býr öruggur hjá þér.
30 Rífstu ekki við neinn að ástæðulausu+ef hann hefur ekki gert þér neitt illt.+
31 Öfundaðu ekki ofbeldismanninn+og fetaðu ekki í fótspor hans
32 því að Jehóva hefur andstyggð á hinum svikula+en er náinn vinur hinna réttlátu.+
33 Bölvun Jehóva hvílir yfir húsi hins vonda+en heimili réttlátra blessar hann.+
34 Hann hæðist að háðgjörnum mönnum+en gerir vel við hina auðmjúku.+
35 Hinir vitru hljóta heiðuren heimskingjarnir upphefja smán.+
Neðanmáls
^ Eða „lögum mínum“.
^ Eða „sannleika“.
^ Sjá orðaskýringar, „ótti“.
^ Orðrétt „nafla“.
^ Eða „öllum gróða þínum“.
^ Eða „því albesta“.
^ Eða „vínpressum“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Hér virðist átt við eiginleika Guðs sem eru nefndir í versunum á undan.