Bréfið til Rómverja 12:1–21

  • Bjóðið fram líkama ykkar að lifandi fórn (1, 2)

  • Ólíkar gjafir en einn líkami (3–8)

  • Leiðbeiningar um kristið líferni (9–21)

12  Bræður og systur, ég hvet ykkur því vegna miskunnar Guðs til að bjóða fram líkama ykkar+ að lifandi og heilagri fórn+ sem hann hefur velþóknun á, að veita heilaga þjónustu byggða á skynsemi.+  Látið ekki heiminn* móta ykkur lengur heldur umbreytist með því að endurnýja hugarfarið+ svo að þið getið sannreynt+ hver sé hinn góði og fullkomni vilji Guðs og hvað honum sé þóknanlegt.  Vegna þeirrar einstöku góðvildar sem mér er gefin segi ég ykkur öllum að líta ekki of stórt á sjálf ykkur+ heldur vera raunsæ í samræmi við þá trú sem Guð hefur gefið* ykkur hverju og einu.+  Á einum líkama eru margir limir+ en þeir hafa ekki allir sama hlutverk.  Eins er með okkur: Þó að við séum mörg erum við einn líkami sem er sameinaður Kristi. En hvert og eitt erum við limir á líkamanum sem eru háðir hver öðrum.+  Við höfum fengið ólíkar gjafir í samræmi við einstaka góðvild Guðs.+ Ef það er spádómsgáfa skulum við spá í samræmi við trú okkar  og ef það er þjónusta skulum við sinna henni. Sá sem kennir skal annast kennsluna,+  sá sem uppörvar* skal uppörva,*+ sá sem gefur* sé örlátur,+ sá sem veitir forstöðu* geri það dyggilega*+ og sá sem sýnir miskunn geri það með gleði.+  Kærleikur ykkar sé hræsnislaus.+ Hafið andstyggð á hinu illa.+ Haldið fast við það sem er gott. 10  Sýnið hvert öðru bróðurkærleika og ástúð. Eigið frumkvæðið að því að sýna hvert öðru virðingu.+ 11  Verið iðin* en ekki löt.+ Verið brennandi í andanum.+ Þjónið Jehóva* af kappi.*+ 12  Gleðjist í voninni. Verið þolgóð í erfiðleikum.+ Haldið áfram að biðja.+ 13  Deilið því sem þið eigið með hinum heilögu eftir þörfum þeirra.+ Temjið ykkur gestrisni.+ 14  Blessið þá sem ofsækja ykkur,+ blessið þá en bölvið þeim ekki.+ 15  Gleðjist með þeim sem gleðjast. Grátið með þeim sem gráta. 16  Lítið aðra sömu augum og sjálf ykkur. Sækist ekki eftir því sem ýtir undir hroka* heldur hafið hógværðina að leiðarljósi.+ Verið ekki vitur í eigin augum.+ 17  Gjaldið engum illt með illu.+ Reynið að gera það sem er gott í augum allra manna. 18  Ef hægt er skuluð þið halda frið við alla menn að svo miklu leyti sem það er á ykkar valdi.+ 19  Hefnið ykkar ekki sjálf, þið elskuðu, heldur leyfið reiði Guðs að komast að,+ því að skrifað er: „‚Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,‘ segir Jehóva.“*+ 20  En „ef óvinur þinn er svangur skaltu gefa honum að borða, ef hann er þyrstur skaltu gefa honum að drekka. Með því að gera það hleðurðu glóandi kolum á höfuð hans.“*+ 21  Láttu ekki hið illa sigra þig heldur sigraðu alltaf illt með góðu.+

Neðanmáls

Eða „þessa öld“. Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.
Eða „úthlutað“.
Eða „áminnir“.
Eða „áminna“.
Eða „útbýtir“.
Eða „fer með forystu“.
Eða „sé kappsamur“.
Eða „dugleg; kappsöm“.
Eða „Vinnið fyrir Jehóva sem þrælar“.
Eða „Verið ekki stórhuga“.
Hugsunin er að mýkja hjarta hans og „bræða“ hann.