Bréfið til Rómverja 8:1–39

  • Andinn veitir líf og frelsi (1–11)

  • Andinn vitnar með þeim sem eru ættleidd börn Guðs (12–17)

  • Sköpunin bíður eftir frelsi barna Guðs (18–25)

  • „Andinn biður fyrir okkar hönd“ (26, 27)

  • Ákveðið fyrir fram af Guði (28–30)

  • Sigur með hjálp Guðs sem elskar okkur (31–39)

8  Þeir sem eru sameinaðir Kristi Jesú eru því ekki dæmdir sekir.  Lög andans gefa þeim líf sem eru sameinaðir Kristi Jesú og þau hafa frelsað ykkur+ frá lögum syndarinnar og dauðans.  Lögin voru veikburða+ vegna ófullkomleika mannanna. En það sem lögin gátu ekki,+ það gerði Guð með því að senda sinn eigin son,+ líkan syndugum mönnum,+ til að afnema syndina. Þannig dæmir hann syndina í manninum  svo að við getum uppfyllt réttlátar kröfur laganna,+ við sem látum stjórnast af andanum en ekki löngunum holdsins.+  Þeir sem fylgja löngunum holdsins einbeita sér að hinu holdlega+ en þeir sem lifa eftir andanum að hinu andlega.+  Að einbeita sér að hinu holdlega leiðir til dauða+ en að einbeita sér að hinu andlega hefur líf og frið í för með sér.+  Að vera upptekinn af hinu holdlega gerir mann að óvini Guðs+ því að holdið hlýðir ekki lögum Guðs og getur það ekki heldur.  Þeir sem láta langanir holdsins ráða ferðinni geta því ekki þóknast Guði.  En ef nú andi Guðs býr í ykkur látið þið ekki stjórnast af löngunum holdsins heldur andanum.+ Sá sem hefur ekki hugarfar* Krists tilheyrir honum ekki. 10  En ef Kristur er sameinaður ykkur+ er líkaminn að vísu dauður vegna syndarinnar en andinn veitir líf vegna réttlætisins. 11  Ef andi hans sem reisti Jesú upp frá dauðum býr í ykkur þá mun hann sem vakti Krist Jesú upp frá dauðum+ einnig lífga dauðlega líkama ykkar+ með anda sínum sem býr í ykkur. 12  Bræður og systur, við erum þess vegna skuldbundin, en ekki löngunum holdsins svo að þær ráði ferðinni.+ 13  Ef þið látið stjórnast af löngunum holdsins munuð þið vissulega deyja en ef þið deyðið verk holdsins+ með hjálp andans munuð þið lifa.+ 14  Allir sem láta anda Guðs leiða sig eru sannarlega synir Guðs.+ 15  Þið fenguð ekki anda sem hneppir ykkur í þrældóm og vekur ótta að nýju heldur anda sem Guð gefur til að ættleiða ykkur sem syni. Vegna hans köllum við: „Abba,* faðir!“+ 16  Sjálfur andinn vitnar með okkar eigin anda*+ að við erum börn Guðs.+ 17  Og ef við erum börn erum við líka erfingjar – erfingjar Guðs en samerfingjar+ Krists – svo framarlega sem við þjáumst með honum+ til að við getum einnig orðið dýrleg með honum.+ 18  Ég lít svo á að þjáningarnar sem við þolum núna séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem mun opinberast á okkur.+ 19  Sköpunin bíður eftirvæntingarfull eftir að synir Guðs opinberist.+ 20  Sköpunin þurfti að sæta því að lifa innantómu lífi,+ ekki sjálfviljug heldur vegna hans sem ákvað það. Jafnframt var gefin sú von 21  að hún sjálf yrði leyst+ úr þrælkun forgengileikans og hlyti dýrlegt frelsi barna Guðs. 22  Við vitum að öll sköpunin stynur stöðugt og er kvalin allt til þessa. 23  En ekki bara það. Við sem höfum frumgróðann, það er að segja andann, stynjum líka sjálf innra með okkur+ meðan við bíðum óþreyjufull eftir að verða ættleidd sem synir,+ að verða leyst úr líkama okkar með lausnargjaldinu. 24  Þessi von bjargaði okkur. En von er ekki lengur von þegar maður hefur séð hana rætast. Hver vonar það sem hann sér? 25  En ef við vonum+ það sem við sjáum ekki+ bíðum við þess eftirvæntingarfull og þolgóð.+ 26  Andinn hjálpar okkur sömuleiðis í veikleika okkar.+ Vandinn er sá að við vitum ekki alltaf um hvað við eigum að biðja þegar við þurfum að biðja. En sjálfur andinn biður fyrir okkar hönd þegar við stynjum en er orða vant. 27  Og Guð, sem rannsakar hjörtun,+ veit hvað andinn á við þar sem hann biður fyrir hinum heilögu í samræmi við vilja Guðs. 28  Við vitum að Guð lætur öll verk sín vinna saman þeim til góðs sem elska hann, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt fyrirætlun sinni.+ 29  Hann vissi frá upphafi hverja hann myndi velja og ákvað fyrir fram að móta þá eftir mynd sonar síns+ þannig að hann yrði frumburður+ meðal margra bræðra.+ 30  Þeir sem hann hafði fyrir fram í huga+ eru þeir sömu og hann kallaði.+ Þeir sem hann kallaði eru þeir sömu og hann lýsti réttláta.+ Og þeir sem hann lýsti réttláta eru hinir sömu og hann veitti upphefð.+ 31  Hvað eigum við þá að segja um þetta? Ef Guð er með okkur hver getur þá staðið á móti okkur?+ 32  Hann þyrmdi ekki einu sinni syni sínum heldur framseldi hann í þágu okkar allra.+ Fyrst hann gaf okkur son sinn mun hann þá ekki í gæsku sinni gefa okkur allt annað líka? 33  Hver getur ákært þá sem Guð hefur valið?+ Það er Guð sem lýsir þá réttláta.+ 34  Hver getur sakfellt þá? Kristur Jesús dó og var auk þess reistur upp. Hann situr nú við hægri hönd Guðs+ og það er hann sem talar máli okkar.+ 35  Hver getur gert okkur viðskila við kærleika Krists?+ Geta erfiðleikar gert það eða þjáningar, ofsóknir, hungur eða nekt, eða þá hætta eða sverð?+ 36  Það er eins og skrifað stendur: „Þín vegna blasir dauðinn við okkur allan liðlangan daginn, við erum metin sem sláturfé.“+ 37  En í öllu þessu vinnum við fullan sigur+ með hjálp hans sem elskaði okkur. 38  Ég er sannfærður um að hvorki dauði né líf, englar né stjórnvöld, það sem nú er né það sem er ókomið, hvorki kraftar,+ 39  hæð né dýpt né nokkuð annað skapað geti gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni okkar.

Neðanmáls

Orðrétt „anda“.
Hebreskt eða arameískt ávarpsorð sem merkir ‚faðir‘ og felur í sér hlýju og innileik orðsins „pabbi“.
Eða „með okkur“.