Sálmur 11:1–7
Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð.
11 Ég hef leitað athvarfs hjá Jehóva.+
Hvernig getið þið þá sagt við mig:
„Fljúgðu til fjalla eins og fuglinn.
2 Sjáðu hvernig hinir illu spenna bogann.
Þeir leggja örina á bogastrenginntil að skjóta í myrkrinu á hina hjartahreinu.
3 Þegar stoðirnar* eru rifnar niður,hvað getur hinn réttláti þá gert?“
4 Jehóva er í sínu heilaga musteri,+hásæti Jehóva er á himnum.+
Augu hans sjá, vökul augu hans rannsaka mennina.+
5 Jehóva rannsakar bæði hinn réttláta og hinn rangláta,+hann* hatar þann sem elskar ofbeldi.+
6 Hann leggur snörur fyrir* hina illu,eldur og brennisteinn+ og glóðheitur vindur verður hlutskipti þeirra*
7 því að Jehóva er réttlátur+ og elskar réttlæti.+
Hinir ráðvöndu fá að sjá auglit* hans.+
Neðanmáls
^ Eða „stoðir réttvísinnar“.
^ Eða „sál hans; allt sem í honum býr“.
^ Eða hugsanl. „lætur rigna glóandi kolum yfir“.
^ Eða „verður í bikar þeirra“.
^ Eða „njóta velvildar“.