Sálmur 24:1–10
-
Hinn dýrlegi konungur gengur inn
-
‚Jörðin tilheyrir Jehóva‘ (1)
-
Eftir Davíð. Söngljóð.
24 Jörðin og allt sem á henni er tilheyrir Jehóva,+landið og þeir sem í því búa.
2 Hann grundvallaði hana á hafinu,+festi hana á fljótunum.
3 Hver fær að ganga upp á fjall Jehóva+og hver fær að standa á hans helga stað?
4 Sá sem hefur saklausar hendur og hreint hjarta,+hefur ekki unnið rangan eið við mig*né svarið sviksamlega.+
5 Hann hlýtur blessun frá Jehóva+og réttlæti frá Guði sínum* sem frelsar hann.+
6 Þetta er kynslóðin sem leitar hans,sækist eftir velþóknun þinni,* Guð Jakobs. (Sela)
7 Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,+opnist,* þið fornu dyr,svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn.+
8 Hver er þessi dýrlegi konungur?
Jehóva, hinn sterki og máttugi,+Jehóva, stríðshetjan mikla.+
9 Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,+opnist, þið fornu dyr,svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn.
10 Hver er þessi dýrlegi konungur?
Jehóva hersveitanna – hann er hinn dýrlegi konungur.+ (Sela)
Neðanmáls
^ Eða „sál mína“. Það er, líf Jehóva sem svarið er við.
^ Eða „og verður réttlátur í augum Guðs síns“.
^ Orðrétt „leitar auglits þíns“.
^ Eða „rísið upp“.