Sálmur 25:1–22

  • Bæn um leiðsögn og fyrirgefningu

    • „Kenndu mér að feta stíga þína“ (4)

    • Náin vinátta við Jehóva (14)

    • „Fyrirgefðu allar syndir mínar“ (18)

Eftir Davíð. א [alef] 25  Ég sný mér til þín, Jehóva. ב [bet]   Guð minn, ég legg traust mitt á þig.+ Láttu mig ekki þurfa að skammast mín,+láttu ekki óvini mína hlakka yfir mér.+ ג [gimel]   Enginn sem vonar á þig verður sér til skammar+en þeir sem eru ótrúir að ástæðulausu leiða yfir sig skömm.+ ד [dalet]   Leyfðu mér að kynnast vegum þínum, Jehóva,+kenndu mér að feta stíga þína.+ ה [he]   Láttu mig ganga í sannleika þínum og kenndu mér+því að þú ert Guð minn og frelsari. ו [vá] Allan daginn vona ég á þig. ז [zajin]   Jehóva, mundu eftir miskunn þinni og tryggum kærleika+sem þú hefur alltaf sýnt.*+ ח [het]   Minnstu ekki æskusynda minna og mistaka. Minnstu mín vegna þíns trygga kærleika+því að þú ert góður, Jehóva.+ ט [tet]   Jehóva er góður og réttlátur.+ Þess vegna vísar hann syndurum veginn.+ י [jód]   Hann kennir hinum auðmjúku að gera það sem er rétt*+og vísar þeim veg sinn.+ כ [kaf] 10  Allir vegir Jehóva eru kærleiksríkir og sannirí augum þeirra sem halda sáttmála hans+ og hlýða áminningum hans.+ ל [lamed] 11  Fyrirgefðu mér synd mína, Jehóva, vegna nafns þíns,+þótt hún sé mikil. מ [mem] 12  Hver óttast Jehóva?+ Guð vísar honum veginn sem hann á að velja.+ נ [nún] 13  Hann mun njóta mikilla gæða+og afkomendur hans eignast jörðina.+ ס [samek] 14  Þeir sem óttast Jehóva verða nánir vinir hans,+hann leyfir þeim að kynnast sáttmála sínum.+ ע [ajin] 15  Ég beini sjónum mínum alltaf til Jehóva+því að hann losar fætur mína úr netinu.+ פ [pe] 16  Snúðu augliti þínu að mér og vertu mér góðurþví að ég er aleinn og bugaður. צ [tsade] 17  Angist hjarta míns magnast,+frelsaðu mig frá því sem þjakar mig. ר [res] 18  Líttu á eymd mína og vanlíðan+og fyrirgefðu allar syndir mínar.+ 19  Sjáðu hve óvinir mínir eru margirog hve grimmilega þeir hata mig. ש [shin] 20  Varðveittu líf mitt og bjargaðu mér,+láttu mig ekki verða mér til skammar af því að ég hef leitað athvarfs hjá þér. ת [tá] 21  Ráðvendni mín og réttvísi verndi mig+því að ég vona á þig.+ 22  Guð, frelsaðu Ísrael úr öllum nauðum hans.

Neðanmáls

Eða „sem þú hefur sýnt frá fornu fari“.
Eða „fylgja lögum sínum“.