Sálmur 36:1–12
Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð þjón Jehóva.
36 Syndin talar til illvirkjans innst í hjarta hans,enginn guðsótti býr í honum.+
2 Hann lítur svo stórt á sjálfan sigað hann hvorki sér né hatar synd sína.+
3 Orðin úr munni hans særa og blekkja,hann kann ekki að gera það sem er gott.
4 Jafnvel í rúmi sínu hefur hann illt í hyggju,hann fetar ranga brautog hafnar ekki hinu illa.
5 Jehóva, tryggur kærleikur þinn nær til himins,+trúfesti þín til skýjanna.
6 Réttlæti þitt er eins og tignarleg fjöll,*+dómar þínir eins og hafdjúpin miklu.+
Þú, Jehóva, heldur lífinu í* mönnum og dýrum.+
7 Hversu dýrmætur er ekki tryggur kærleikur þinn, Guð!+
Mennirnir leita skjóls í skugga vængja þinna.+
8 Þeir seðjast af allsnægtum* húss þíns+og þú gefur þeim að drekka úr læk dásemda þinna.+
9 Þú ert uppspretta lífsins,+í þínu ljósi sjáum við ljós.+
10 Sýndu þeim tryggan kærleika sem þekkja þig+og láttu hjartahreina njóta réttlætis þíns.+
11 Láttu ekki fætur hrokafullra traðka á mérné hendur illra manna hrekja mig burt.
12 Þarna liggja illvirkjarnir fallnir,þeim hefur verið steypt um koll og geta ekki risið upp aftur.+