Sálmur 46:1–11
Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Í alamót-stíl.* Söngljóð.
46 Guð er skjól okkar og styrkur,+hann hjálpar okkur alltaf á neyðartímum.+
2 Þess vegna óttumst við ekki þótt jörðin skjálfiog fjöllin steypist í djúp hafsins,+
3 þótt hafið ólgi og freyði+og fjöllin nötri af ofsa þess. (Sela)
4 Fljót kvíslast og gleður borg Guðs,+stórfenglegan og heilagan bústað Hins hæsta.
5 Guð er í borginni,+ henni verður ekki haggað.
Guð kemur henni til bjargar þegar birtir af degi.+
6 Þjóðirnar ólguðu, ríkin féllu,hann brýndi raustina og jörðin nötraði.+
7 Jehóva hersveitanna er með okkur,+Guð Jakobs er okkur öruggt athvarf.* (Sela)
8 Komið og sjáið verk Jehóva,allt það undursamlega sem hann hefur gert á jörðinni.
9 Hann stöðvar stríð um alla jörð.+
Hann brýtur bogann, mölvar spjótið,brennir stríðsvagna* í eldi.
10 „Gefist upp og skiljið að ég er Guð.
Ég verð hátt upp hafinn meðal þjóðanna,+hátt upp hafinn á jörðinni.“+
11 Jehóva hersveitanna er með okkur,+Guð Jakobs er okkur öruggt athvarf.+ (Sela)