Sálmur 50:1–23
Söngljóð eftir Asaf.+
50 Jehóva, Guð guðanna,+ hefur talað,hann kallar saman alla jarðarbúafrá austri til vesturs.*
2 Frá Síon, ímynd fegurðarinnar,+ sendir Guð ljós sitt.
3 Guð okkar kemur og getur ekki þagað.+
Eyðandi eldur fer á undan honum+og mikill stormur geisar í kringum hann.+
4 Hann kallar saman himin og jörð+til að dæma fólk sitt:+
5 „Stefnið til mín þeim sem eru mér trúir,þeim sem gera við mig sáttmála byggðan á fórn.“+
6 Himnarnir boða réttlæti hansþví að Guð sjálfur er dómarinn.+ (Sela)
7 „Hlustaðu, þjóð mín, ég ætla að tala,Ísrael, ég ætla að vitna gegn þér.+
Ég er Guð, þinn Guð.+
8 Ég finn ekki að þér vegna sláturfórna þinnaeða vegna brennifórna þinna sem eru stöðugt frammi fyrir mér.+
9 Ég þarf ekki að taka naut úr húsi þínuné geithafra úr byrgjum þínum+
10 því að öll dýr skógarins eru mín+og auk þess dýrin á fjöllunum þúsund.
11 Ég þekki hvern einasta fugl á fjöllunum,+öll dýr merkurinnar eru mín.
12 Þótt ég væri svangur segði ég þér ekki frá því
enda er jörðin mín og allt sem á henni er.+
13 Borða ég nautakjöteða drekk ég geitablóð?+
14 Færðu Guði þakkargjörð að fórn+og efndu heit þín við Hinn hæsta.+
15 Kallaðu á mig á erfiðum tímum,+ég bjarga þér og þú munt lofa mig.“+
16 En Guð segir við illvirkjann:
„Hver gaf þér leyfi til að segja frá lögum mínum+og tala um sáttmála minn?+
17 Þú hatar aga*og snýrð baki við orðum mínum.*+
18 Þú sérð þjóf og lætur þér vel líka það sem hann gerir*+og þú blandar geði við þá sem eru ótrúir maka sínum.
19 Þú spúir illsku með munni þínumog lygar loða við tungu þína.+
20 Þú situr og baktalar bróður þinn,+afhjúpar galla í fari sonar móður þinnar.*
21 Ég sagði ekkert þegar þú gerðir þetta,þess vegna hélstu að ég væri alveg eins og þú.
En nú ætla ég að ávíta þigog leiða þér fyrir sjónir hvað þú hefur gert.+
22 Hugleiðið þetta, þið sem gleymið Guði,+svo að ég rífi ykkur ekki sundur og enginn geti bjargað ykkur.
23 Sá sem færir þakkargjörð að fórn heiðrar mig+og sá sem fylgir staðfastlega réttum vegifær að sjá björgun Guðs.“+
Neðanmáls
^ Orðrétt „frá sólarupprás til sólseturs“.
^ Orðrétt „kastar orðum mínum aftur fyrir þig“.
^ Eða „leiðsögn“.
^ Eða hugsanl. „slæst í lið með honum“.
^ Eða „kemur óorði á son móður þinnar“.