Sálmur 64:1–10

  • Vernd gegn slóttugum árásum

    • „Guð hæfir þá með ör sinni“ (7)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 64  Hlustaðu á mig, Guð, þegar ég ákalla þig,+verndaðu líf mitt fyrir ógnum óvinarins.   Skýldu mér fyrir ráðabruggi illra manna,+fyrir flokki illvirkjanna.   Þeir brýna tungu sína eins og sverð,miða illskeyttum orðum sínum eins og örvum   til þess að skjóta á hinn saklausa úr launsátri. Þeir skjóta skyndilega á hann án þess að blikna.   Þeir halda fast við ill áform sín,*ráðgast um að leggja gildrur sínar. Þeir segja: „Hver getur séð þær?“+   Þeir finna stöðugt upp á nýjum klækjabrögðumog bræða með sér lymskuleg áform í leynum.+ Enginn skilur hugsanir þeirra og hjartalag.   En Guð hæfir þá með ör sinni,+skyndilega liggja þeir í sárum sínum.   Tunga þeirra verður þeim sjálfum að falli,+þeir sem sjá það hrista höfuðið   og hræðsla grípur alla menn. Þeir munu segja frá því sem Guð hefur gertog fá skilning á verkum hans.+ 10  Hinn réttláti gleðst yfir Jehóva og leitar athvarfs hjá honum,+allir hjartahreinir munu fagna.*

Neðanmáls

Eða „Þeir hvetja hver annan til illra verka“.
Eða „fyllast stolti“.