Sálmur 83:1–18

  • Bæn andspænis óvinum

    • „Guð, vertu ekki hljóður“ (1)

    • Óvinir eins og fjúkandi þistlar (13)

    • Guð heitir Jehóva (18)

Söngljóð eftir Asaf.+ 83  Guð, vertu ekki hljóður,+Guð, vertu ekki þögull* né aðgerðalaus   því að óvinir þínir gera uppþot,+þeir sem hata þig eru með hroka.*   Með slægð sitja þeir á svikráðum við fólk þitt,þeir gera samsæri gegn þeim sem þú metur mikils.*   Þeir segja: „Komum, útrýmum þeim sem þjóð+svo að nafn Ísraels gleymist fyrir fullt og allt.“   Þeir gera sameiginlega hernaðaráætlunog hafa gert bandalag* gegn þér:+   Edómítar og Ísmaelítar,* Móabítar+ og Hagrítar,+   Gebal, Ammón+ og Amalek,Filistea+ ásamt íbúum Týrusar.+   Assýría+ hefur gengið í lið með þeim,allir saman styðja syni Lots.+ (Sela)   Farðu með þá eins og þú fórst með Midían,+eins og þú fórst með Sísera og Jabín við Kísoná.+ 10  Þeim var tortímt við Endór,+þeir urðu áburður á jörðina. 11  Farðu með tignarmenn þeirra eins og Óreb og Seeb+og höfðingja* þeirra eins og Seba og Salmúnna.+ 12  Þeir sögðu: „Tökum landið þar sem Guð býr.“ 13  Guð minn, láttu þá fjúka eins og þistla,*+eins og hálmleggi fyrir vindi. 14  Eins og eldur sem eyðir skógiog logi sem svíður fjöllin,+ 15  þannig skaltu elta þá með ofviðri+og skelfa þá með stormi þínum.+ 16  Hyldu andlit þeirra vansæmdsvo að þeir leiti nafns þíns, Jehóva. 17  Láttu þá skammast sín og skelfast um eilífð,verði þeir niðurlægðir og tortímist. 18  Fólk skal fá að vita að þú sem heitir Jehóva,+þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.+

Neðanmáls

Eða „orðlaus“.
Eða „reigja höfuðið“.
Orðrétt „þú felur“.
Eða „sáttmála“.
Orðrétt „tjöld Edóms og Ísmaelíta“.
Eða „leiðtoga“.
Eða „verða eins og skrælnaða þistla“.