Sálmur 90:1–17

  • Guð er eilífur en maðurinn skammlífur

    • Þúsund ár eins og gærdagurinn (4)

    • Maðurinn lifir 70–80 ár (10)

    • „Kenndu okkur að telja daga okkar“ (12)

Bæn Móse, manns hins sanna Guðs.+ 90  Jehóva, þú hefur verið bústaður* okkar+ kynslóð eftir kynslóð.   Þú varst til áður en fjöllin fæddustog þú skapaðir* jörðina og frjósamt landið.+ Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.+   Þú lætur dauðlegan manninn verða aftur að mold,þú segir: „Snúið aftur til moldar, þið mannanna börn.“+   Þúsund ár eru í þínum augum eins og gærdagurinn þegar hann er liðinn,+já, eins og næturvaka.   Þú hrífur mennina burt,+ þeir verða eins og svefninn,þeir eru eins og grasið sem sprettur að morgni.+   Það blómgast og vex að morgnien visnar og fölnar að kvöldi.+   Reiði þín tortímir okkur+og bræði þín skelfir okkur.   Þú veist af öllum misgerðum okkar,*+leyndarmál okkar afhjúpast í ljósi andlits þíns.+   Dagar* okkar fjara út vegna reiði þinnarog ár okkar enda eins og andvarp.* 10  Æviskeið okkar er 70 áreða 80+ ef við erum sérlega sterk. En þau einkennast af áhyggjum og sorgum,þau líða fljótt og við fljúgum burt.+ 11  Hver skilur mátt reiði þinnar? Bræði þín er eins sterk og óttinn sem þú verðskuldar.+ 12  Kenndu okkur að telja daga okkar+svo að við getum öðlast viturt hjarta. 13  Snúðu aftur, Jehóva!+ Hve lengi varir þetta?+ Hafðu samúð með þjónum þínum.+ 14  Viltu seðja okkur að morgni með tryggum kærleika þínum+svo að við getum glaðst og fagnað+ alla daga okkar. 15  Veittu okkur gleði eins marga daga og þú hefur þjakað okkur,+eins mörg ár og við höfum þolað hörmungar.+ 16  Láttu þjóna þína sjá það sem þú gerirog börn þeirra sjá ljóma þinn.+ 17  Megi Guð okkar, Jehóva, sýna okkur góðvild. Láttu verk handa okkar takast vel,já, megi verk handa okkar blessast.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „athvarf“.
Eða „fæddir með fæðingarhríðum“.
Orðrétt „Þú setur syndir okkar fyrir framan þig“.
Eða „Líf“.
Eða „hvísl“.