Sakaría 11:1–17

  • Afleiðingar þess að hafna sönnum hirði Guðs (1–17)

    • „Gættu sauðanna sem á að slátra“ (4)

    • Tveir stafir: Velvild og Sameining (7)

    • Laun hirðisins: 30 siklar silfurs (12)

    • Peningunum kastað inn í fjárhirsluna (13)

11  „Opnaðu dyrnar, Líbanon,svo að eldur gleypi sedrustré þín.   Kveinaðu, einitré, því að sedrustréð er fallið,tignarlegum trjánum hefur verið eytt! Kveinið, eikur Basans,því að þéttur skógurinn er fallinn.   Heyrið hvernig hirðarnir kveinaþví að tign þeirra er horfin. Heyrið hvernig ungljónin öskraþví að skógarþykkninu meðfram Jórdan hefur verið eytt.  Þetta segir Jehóva Guð minn: ‚Gættu sauðanna sem á að slátra.+  Þeir sem kaupa þá slátra þeim+ en þurfa ekki að svara til saka. Seljendurnir+ segja: „Lof sé Jehóva því að ég verð ríkur.“ Og hirðarnir hafa enga samúð með þeim.‘+  ‚Ég hef ekki lengur samúð með íbúum landsins,‘ segir Jehóva. ‚Þess vegna læt ég þá falla hvern í hendur annars og í hendur konungs síns. Þeir leggja landið í rúst og ég bjarga engum þeirra.‘“  Ég fór að gæta sauðanna sem átti að slátra+ og ég gerði það fyrir ykkur, sauðina sem þjást. Ég tók tvo stafi og kallaði annan Velvild en hinn Sameiningu+ og ég gætti hjarðarinnar.  Ég rak þrjá hirða á einum mánuði því að ég gafst upp á þeim og þeir þoldu mig ekki heldur.  Ég sagði: „Ég ætla ekki að gæta ykkar lengur. Sá sem er deyjandi deyi og sá sem er að farast farist. Þeir sem eftir eru éti hver annars hold.“ 10  Ég tók síðan stafinn Velvild+ og hjó hann sundur og sleit þar með sáttmálanum sem ég hafði gert við fólk mitt. 11  Honum var slitið þann dag og sauðirnir sem þjáðust, þeir sem horfðu á mig, skildu að þetta var orð Jehóva. 12  Ég sagði við þá: „Greiðið mér laun mín ef ykkur hugnast það en annars skuluð þið halda þeim eftir.“ Þá greiddu* þeir mér laun mín, 30 sikla silfurs.+ 13  Jehóva sagði við mig: „Kastaðu því inn í fjárhirsluna – þessu mikla fé sem þeir mátu mig til.“+ Ég tók þá silfursiklana 30 og kastaði þeim inn í fjárhirslu húss Jehóva.+ 14  Síðan hjó ég sundur hinn stafinn, Sameiningu,+ og rauf bræðralag Júda og Ísraels.+ 15  Og Jehóva sagði við mig: „Búðu þig nú eins og þú sért gagnslaus hirðir+ 16  því að ég læt hirði koma fram í landinu. Hann mun ekki annast sauðina sem eru deyjandi.+ Hann leitar ekki að týndum lömbum og sinnir ekki meiddum sauðum+ né fóðrar hina heilbrigðu. Í staðinn hámar hann í sig kjötið af feitu skepnunum+ og rífur klaufirnar af þeim.+ 17  Illa fer fyrir gagnslausa hirðinum+ sem yfirgefur hjörðina!+ Handleggur hans og hægra auga verða sverði að bráð. Handleggurinn lamastog hægra augað missir alla sjón.“

Neðanmáls

Orðrétt „vógu“.