Sakaría 13:1–9

  • Skurðgoðum og falsspámönnum útrýmt (1–6)

    • Falsspámenn munu skammast sín (4–6)

  • Hirðirinn sleginn (7–9)

    • Þriðjungur verður hreinsaður (9)

13  „Á þeim degi verður brunnur opnaður handa ætt Davíðs og íbúum Jerúsalem til að þvo burt synd og óhreinleika.+  Þann dag,“ segir Jehóva hersveitanna, „afmái ég nöfn skurðgoðanna úr landinu+ og þeirra verður ekki minnst framar. Ég losa landið við spámennina+ og anda óhreinleikans.  Og ef einhver spáir samt sem áður munu faðir hans og móðir sem komu honum í heiminn segja við hann: ‚Þú skalt ekki halda lífi því að þú hefur farið með lygar í nafni Jehóva.‘ Og foreldrar hans sem komu honum í heiminn reka hann í gegn vegna þess að hann spáði.+  Þann dag munu allir spámenn skammast sín fyrir sýnir sínar þegar þeir spá og þeir bera ekki spámannsklæðnað úr dýrahári+ til að villa á sér heimildir.  Hver og einn segir: ‚Ég er ekki spámaður. Ég er jarðyrkjumaður því að maður nokkur keypti mig sem þræl þegar ég var ungur.‘  Og ef einhver spyr: ‚Hvaða sár eru þetta á líkama þínum?‘* svarar hann: ‚Ég fékk þessi sár heima hjá vinum mínum.‘“*   „Sverð, rístu gegn hirði mínum,+gegn manninum sem er mér náinn,“ segir Jehóva hersveitanna. „Sláðu hirðinn+ þannig að hjörðin* tvístrist.+ Ég lyfti hendi minni gegn hinum lítilvægu.“   „Í landinu öllu,“ segir Jehóva,„verður tveim þriðju útrýmt og þeir gefa upp andannen þriðjungur verður þar eftir.   Þennan þriðjung leiði ég gegnum eldinn. Ég hreinsa þá eins og silfurog prófa þá eins og gull.+ Þeir munu ákalla nafn mittog ég svara þeim. Ég segi: ‚Þeir eru fólk mitt,‘+og þeir segja: ‚Jehóva er Guð okkar.‘“

Neðanmáls

Orðrétt „milli handa þinna“, það er, á brjóstinu eða bakinu.
Eða „hjá fólki sem elskar mig“.
Eða „sauðirnir“.