Sakaría 3:1–10

  • 4. sýn: Æðstipresturinn fær ný föt (1–10)

    • Satan stendur gegn Jósúa æðstapresti (1)

    • „Ég læt þjón minn, Sprota, koma!“ (8)

3  Hann sýndi mér Jósúa+ æðstaprest sem stóð frammi fyrir engli Jehóva, en Satan+ stóð honum á hægri hönd til að veita honum mótstöðu.  Engill Jehóva sagði við Satan: „Jehóva ávíti þig, Satan,+ já, Jehóva, sem hefur valið Jerúsalem,+ ávíti þig! Er ekki Jósúa logandi viðarkubbur hrifinn úr eldinum?“  Jósúa var í óhreinum fötum þar sem hann stóð frammi fyrir englinum.  Engillinn sagði við þá sem stóðu frammi fyrir honum: „Klæðið hann úr óhreinu fötunum.“ Síðan sagði hann við Jósúa: „Ég hef tekið burt synd* þína og þú verður klæddur í hátíðarföt.“+  Þá sagði ég: „Setjið hreinan vefjarhött á höfuð hans.“+ Þeir settu hreinan vefjarhött á höfuð hans og klæddu hann en engill Jehóva stóð þar hjá.  Engill Jehóva sagði síðan við Jósúa:  „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Ef þú gengur á vegum mínum og rækir skyldur þínar frammi fyrir mér verður þú dómari í húsi mínu+ og færð að sjá um forgarða mína.* Ég leyfi þér að fara frjálslega um meðal þeirra sem standa hér.‘  ‚Hlustaðu, Jósúa æðstiprestur, þú og prestarnir sem sitja frammi fyrir þér, því að þið eruð til tákns um það sem verður: Ég læt þjón minn,+ Sprota,+ koma!  Sjáið steininn sem ég hef sett fyrir framan Jósúa. Á þessum eina steini eru sjö augu. Ég gref á hann áletrun,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚og ég fjarlægi sekt landsins á einum degi.‘+ 10  ‚Þann dag,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚munuð þið allir bjóða nágrönnum ykkar að koma og sitja undir vínviði ykkar og fíkjutré.‘“+

Neðanmáls

Eða „sekt“.
Eða „hafa umsjón með forgörðum mínum; vakta forgarða mína“.