Sakaría 6:1–15
6 Ég leit upp á ný og sá fjóra vagna koma fram milli tveggja fjalla en fjöllin voru úr kopar.
2 Fyrir fyrsta vagninum voru rauðir hestar og fyrir öðrum vagninum svartir.+
3 Þriðja vagninn drógu hvítir hestar og þann fjórða dröfnóttir og skjóttir hestar.+
4 Ég spurði engilinn sem talaði við mig: „Hvað merkir þetta, herra minn?“
5 Engillinn svaraði mér: „Þetta eru fjórir andar+ himnanna sem leggja af stað eftir að hafa staðið frammi fyrir Drottni allrar jarðarinnar.+
6 Vagninn með svörtu hestunum heldur til landsins í norðri,+ hinir hvítu halda til landsins handan við hafið og hinir dröfnóttu til landsins í suðri.
7 Skjóttu hestarnir vildu ákafir fara um jörðina.“ Síðan sagði hann: „Farið, farið um jörðina.“ Og þeir gerðu það.
8 Hann kallaði nú til mín: „Sjáðu, þeir sem halda til landsins í norðri hafa valdið því að reiði Jehóva sefaðist* í landinu í norðri.“
9 Orð Jehóva kom aftur til mín:
10 „Taktu við því sem Heldaí, Tobía og Jedaja komu með frá fólkinu í útlegðinni og farðu samdægurs í hús Jósía Sefaníasonar ásamt þeim sem eru komnir frá Babýlon.
11 Taktu silfur og gull, gerðu kórónu* og settu hana á höfuð Jósúa+ Jósadakssonar æðstaprests.
12 Segðu við hann:‚Þetta segir Jehóva hersveitanna: „Hér er maðurinn sem heitir Sproti.+ Hann mun spretta upp á sínum stað og hann mun reisa musteri Jehóva.+
13 Hann er sá sem mun reisa musteri Jehóva og hann er sá sem hlýtur konungstign. Hann mun setjast í hásæti sitt og stjórna og hann verður líka prestur í hásæti sínu+ og embættin tvö fara vel saman.*
14 Kórónan* verður í musteri Jehóva til að minna á það sem Helem, Tobía, Jedaja+ og Hen Sefaníason gerðu.
15 Menn koma langar leiðir til að taka þátt í að reisa musteri Jehóva.“ Og þið munuð komast að raun um að Jehóva hersveitanna hefur sent mig til ykkar. Þetta gerist – ef þið hlustið á Jehóva Guð ykkar.‘“
Neðanmáls
^ Orðrétt „andi Jehóva hvíldist“.
^ Eða „tignarlega kórónu“.
^ Eða „og friðarsamningur verður milli embættanna tveggja“.
^ Eða „Tignarleg kórónan“.