Sakaría 7:1–14

  • Jehóva fordæmir hræsnisfullar föstur (1–14)

    • ‚Voruð þið að fasta fyrir mig?‘ (5)

    • ‚Dæmið með réttlæti og sýnið tryggan kærleika og miskunn‘ (9)

7  Á fjórða stjórnarári Daríusar konungs, á fjórða degi níunda mánaðarins, það er kíslevmánaðar,* kom orð Jehóva til Sakaría.+  Íbúar Betel sendu Sareser og Regem Melek ásamt mönnum hans til að biðja Jehóva að sýna sér góðvild.*  Þeir spurðu prestana í húsi* Jehóva hersveitanna og spámennina: „Eigum við* að gráta og fasta í fimmta mánuðinum+ eins og við höfum gert árum saman?“  Orð Jehóva hersveitanna kom þá aftur til mín:  „Segðu við alla íbúa landsins og prestana: ‚Þegar þið föstuðuð og kveinuðuð í fimmta og sjöunda mánuðinum+ í 70 ár+ voruð þið þá að fasta fyrir mig?  Og þegar þið átuð og drukkuð voruð þið þá ekki að gera það fyrir sjálf ykkur?  Ættuð þið ekki að hlýða því sem Jehóva lét fyrri spámenn boða+ meðan Jerúsalem og borgirnar í kring voru byggðar og bjuggu við frið og meðan Negeb og Sefela voru enn þá í byggð?‘“  Orð Jehóva kom aftur til Sakaría:  „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Dæmið með réttlæti+ og sýnið hvert öðru tryggan kærleika+ og miskunn. 10  Hafið ekkert af ekkjum eða föðurlausum börnum,*+ útlendingum+ eða fátækum,+ og upphugsið ekkert illt hvert gegn öðru.‘+ 11  En menn hlustuðu ekki+ heldur þrjóskuðust við+ og héldu fyrir eyrun til að heyra ekki neitt.+ 12  Þeir gerðu hjörtu sín hörð eins og demant*+ og hlýddu ekki lögunum* og því sem Jehóva hersveitanna boðaði með anda sínum fyrir milligöngu fyrri spámanna.+ Jehóva hersveitanna reiddist því ákaflega.“+ 13  „‚Fyrst þeir hlustuðu ekki þegar ég* kallaði+ hlustaði ég ekki heldur þegar þeir kölluðu,‘+ segir Jehóva hersveitanna. 14  ‚Og með stormhviðu tvístraði ég þeim til allra þeirra þjóða sem þeir þekktu ekki+ og landið lagðist í eyði. Enginn fór þar um né sneri þangað aftur+ því að þeir höfðu breytt landinu yndislega í auðn sem menn hryllti við.‘“

Neðanmáls

Eða „til að milda Jehóva“.
Eða „musteri“.
Orðrétt „Á ég“.
Eða „munaðarleysingjum“.
Eða hugsanl. „harðan stein“, til dæmis smergilstein.
Eða „fræðslunni; leiðsögninni“.
Orðrétt „hann“.