Sakaría 9:1–17

  • Dómur Guðs yfir grannþjóðum (1–8)

  • Konungur Síonar kemur (9, 10)

    • Auðmjúkur konungur ríður asna (9)

  • Fólk Jehóva frelsað (11–17)

9  Yfirlýsing: „Orð Jehóva beinist gegn Hadraklandiog stefnir að* Damaskus+– því að augu Jehóva hvíla á mönnunum+og öllum ættkvíslum Ísraels –   og gegn grannlandinu Hamat+og gegn Týrus+ og Sídon+ því að þær eru svo vitrar.+   Týrus reisti sér virkisgarð.* Hún hrúgaði upp silfri eins og moldog gulli eins og for á götum.+   Nú tekur Jehóva allt sem hún áog steypir her hennar í hafið.*+ Hún verður brennd til grunna.+   Askalon mun sjá það og hræðast,Gasa fyllist mikilli angistog Ekron sömuleiðis því að von hennar bregst. Konungurinn hverfur frá Gasaog Askalon verður óbyggð.+   Óskilgetinn sonur sest að í Asdódog ég geri stolt Filisteans að engu.+   Ég hrifsa hið blóðuga úr munni hansog viðbjóðinn undan tönnum hans. Hann verður eftir og mun tilheyra Guði okkar,hann verður eins og fursti* í Júda+og Ekronbúar verða eins og Jebúsítar.+   Ég reisi búðir við hús mitt til að vernda það*+fyrir þeim sem koma og þeim sem fara. Enginn þrælahaldari* fer þar um framar+því að nú hef ég séð það* með eigin augum.   Fagnaðu mjög, Síonardóttir. Rektu upp siguróp, Jerúsalemdóttir. Sjáðu! Konungur þinn kemur til þín.+ Hann er réttlátur og færir frelsun,*auðmjúkur+ og ríður asna,fola, já, ösnufola.+ 10  Ég útrými stríðsvögnum úr Efraímog hestum úr Jerúsalem. Stríðsbogarnir verða fjarlægðir. Hann mun boða þjóðunum frið.+ Hann mun ríkja frá hafi til hafsog frá Fljótinu* til endimarka jarðar.+ 11  Og þú kona, vegna blóðs sáttmála þínslæt ég fanga þína lausa úr vatnslausri gryfjunni.+ 12  Snúið aftur til virkisins, þið fangar sem eigið von.+ Í dag boða ég: ‚Þú kona, ég endurgeld þér tvöfalt.+ 13  Ég spenni Júda eins og boga minn. Ég legg Efraím eins og ör á strengog vek syni þína, Síon,gegn sonum þínum, Grikkland,og geri þig að sverði hermanns.‘ 14  Jehóva mun birtast yfir þeimog ör hans þjóta eins og elding. Alvaldur Drottinn Jehóva blæs í hornið,+hann geysist fram með storminum úr suðri. 15  Jehóva hersveitanna ver þáog þeir standast slöngvusteina óvinanna.+ Þeir drekka og verða háværir eins og af víni,þeir fyllast eins og fórnarskálin,eins og horn altarisins.+ 16  Jehóva Guð þeirra bjargar þeim á þeim degiþví að þeir eru fólk hans og hjörð.+ Þeir verða eins og gimsteinar á kórónu sem glitra yfir landi hans.+ 17  Mikil er gæska hans+og mikil fegurð hans! Ungu mennirnir dafna af korniog meyjarnar af nýju víni.“+

Neðanmáls

Orðrétt „hvíldarstaður þess er“.
Eða „virki“.
Eða hugsanl. „fellir her hennar á hafinu“.
Fursti var ættbálkahöfðingi.
Líklega er átt við hversu bágt fólk hans átti.
Eða „kúgari“.
Eða „búðir sem útvörð við hús mitt“.
Eða „og sigursæll; og frelsaður“.
Það er, Efrat.