Sefanía 1:1–18

  • Dagur Jehóva er nálægur (1–18)

    • Dagur Jehóva færist óðfluga nær (14)

    • Hvorki silfur né gull getur bjargað (18)

1  Orð Jehóva sem kom til Sefanía,* sonar Kúsí, sonar Gedalja, sonar Amarja, sonar Hiskía, á dögum Jósía+ Amónssonar+ Júdakonungs:   „Ég ætla að sópa öllu burt af yfirborði jarðar,“ segir Jehóva.+   „Ég sópa burt mönnum og skepnum. Ég sópa burt fuglum himinsins og fiskum sjávarins+og hrösunarhellunum*+ ásamt hinum illu. Ég afmái mannkynið af yfirborði jarðar,“ segir Jehóva.   „Ég mun rétta út höndina gegn Júdaog gegn öllum Jerúsalembúumog afmá af þessum stað öll ummerki um Baal,+nöfn hjáguðaprestanna og hinna prestanna.+   Ég afmái þá sem falla fram á húsþökum fyrir her himinsins+og þá sem falla fram og heita Jehóva hollustu+en sverja líka Malkam*+ hollustueið,   og eins þá sem snúa baki við Jehóva+og leita hvorki Jehóva né leiðsagnar hans.“+   Verið hljóð frammi fyrir alvöldum Drottni Jehóva því að dagur Jehóva er nálægur.+ Jehóva hefur efnt til sláturfórnar, hann hefur helgað þá sem hann bauð.   „Á fórnardegi Jehóva dreg ég höfðingjana til ábyrgðar,syni konungs+ og alla sem klæðast útlendum fötum.   Ég dreg til ábyrgðar alla sem stíga upp á pallinn* á þeim degi,þá sem fylla hús húsbænda sinna með ofbeldi og svikum. 10  Þann dag,“ segir Jehóva,„munu óp heyrast frá Fiskhliðinu,+kvein úr Nýja hverfinu*+og hávær gnýr frá hæðunum. 11  Kveinið, þið sem búið í Maktes,*því að allir kaupmennirnir hafa verið upprættir*og öllum sem vega silfur verið útrýmt. 12  Á þeim tíma mun ég leita með logandi ljósi í Jerúsalemog draga til ábyrgðar þá sem eru ánægðir með sig* og hugsa með sér: ‚Jehóva gerir ekkert, hvorki gott né illt.‘+ 13  Auðæfum þeirra verður rænt og hús þeirra lögð í rúst.+ Þeir munu byggja hús en ekki búa í þeim,planta víngarða en ekki drekka vínið frá þeim.+ 14  Hinn mikli dagur Jehóva er nálægur!+ Hann er nálægur og færist óðfluga nær!+ Ómurinn af degi Jehóva er ógnvekjandi.+ Stríðskappinn rekur upp óp.+ 15  Sá dagur er dagur reiði,+dagur neyðar og angistar,+dagur óveðurs og eyðingar,dagur myrkurs og sorta,+dagur skýja og niðdimmu,+ 16  dagur hornablásturs og heróps+gegn víggirtu borgunum og háu turnunum.*+ 17  Ég leiði ógæfu yfir menninaog þeir munu reika um eins og blindir menn+því að þeir hafa syndgað gegn Jehóva.+ Blóði þeirra verður hellt niður á jörðinaog hold þeirra verður* eins og mykja.+ 18  Hvorki silfur þeirra né gull getur bjargað þeim á reiðidegi Jehóva.+ Öll jörðin eyðist í brennandi reiði hans+því að hann leiðir eyðingu, já, skelfilega eyðingu, yfir alla jarðarbúa.“+

Neðanmáls

Sem þýðir ‚Jehóva hefur falið (varðveitt)‘.
Hér virðist átt við hluti eða athafnir tengdar skurðgoðadýrkun.
Eða „þröskuldinn“. Hugsanlega er átt við pallinn sem hásæti konungs stóð á.
Eða „Öðru hverfinu“.
Orðrétt „þaggað hefur verið niður í öllum kaupmönnunum“.
Líklega hverfi í Jerúsalem nálægt Fiskhliðinu.
Orðrétt „þá sem þykkna eins og botnfall (dreggjar)“ líkt og í vínkeri.
Eða „háu hornturnunum“.
Orðrétt „innyfli þeirra verða“.