Amos 2:1–16

2  Þetta segir Jehóva: ‚„Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa* Móabs+ dreg ég dóm minn ekki til baka. Hann brenndi bein konungsins í Edóm svo að þau urðu að kalki.   Þess vegna sendi ég eld gegn Móabsem gleypir virkisturna Keríót.+ Móab mun deyja í orrustugný,við heróp og hornaþyt.+   Ég uppræti valdhafann* úr landinuog drep alla höfðingjana ásamt honum,“+ segir Jehóva.‘   Þetta segir Jehóva: ‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Júda+ dreg ég dóm minn ekki til baka. Þeir höfnuðu lögum* Jehóvaog héldu ekki fyrirmæli hans+heldur létu afvegaleiðast af sömu lygum og forfeður þeirra féllu fyrir.+   Þess vegna sendi ég eld gegn Júdasem gleypir virkisturna Jerúsalem.‘+   Þetta segir Jehóva: ‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Ísraels+ dreg ég dóm minn ekki til baka. Þeir selja réttlátan mann fyrir silfurog fátækan fyrir eina sandala.+   Þeir traðka höfuð hinna bágstöddu niður í duft jarðar+og hrekja hina auðmjúku út af veginum.+ Feðgar hafa mök við sömu stúlkuog vanhelga þannig heilagt nafn mitt.   Þeir flatmaga hjá hverju altari+ á yfirhöfnum sem þeir hafa tekið að veði*+og drekka vín í húsi* guða sinna fyrir fé sem fólk greiddi þeim í sekt.‘   ‚En það var ég sem tortímdi Amorítum og ruddi þeim úr vegi þeirra.+ Þeir voru hávaxnir eins og sedrustré og sterkir eins og eikur. Ég eyddi ávöxtum þeirra að ofan og rótum þeirra að neðan.+ 10  Ég flutti ykkur út úr Egyptalandi+og leiddi ykkur um óbyggðirnar í 40 ár+til að þið gætuð lagt undir ykkur land Amoríta. 11  Ég gerði nokkra af sonum ykkar að spámönnum+og nokkra af ungum mönnum ykkar að nasíreum.+ Er ekki svo, Ísraelsmenn?‘ segir Jehóva. 12  ‚En þið gáfuð nasíreunum ítrekað vín að drekka+og bönnuðuð spámönnunum að spá.+ 13  Þess vegna krem ég ykkur þar sem þið standið,rétt eins og vagn hlaðinn kornknippum kremur það sem verður undir honum. 14  Hinn fljóti getur ekki flúið í skjól,+hinn sterki heldur ekki kröftum sínumog enginn stríðskappi bjargar lífi sínu. 15  Bogaskyttan heldur ekki velli,sá sem er frár á fæti kemst ekki undanog riddarinn bjargar ekki lífi sínu. 16  Jafnvel hinn hugrakkasti meðal kappannaflýr nakinn á þeim degi,‘+ segir Jehóva.“

Neðanmáls

Eða „uppreisna“.
Orðrétt „dómarann“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „tryggingu fyrir láni“.
Eða „musteri“.