Amos 3:1–15

  • Dómur Guðs boðaður (1–8)

    • Guð opinberar áform sín (7)

  • Dómur yfir Samaríu (9–15)

3  „Heyrið það sem Jehóva hefur sagt um ykkur, Ísraelsmenn, um alla þá ætt sem ég leiddi út úr Egyptalandi:   ‚Af öllum ættum jarðar hef ég aðeins valið* ykkur.+ Þess vegna dreg ég ykkur til ábyrgðar fyrir öll afbrot ykkar.+   Verða tveir menn samferða án þess að hafa mælt sér mót?   Öskrar ljón í skóginum ef það hefur enga bráð? Urrar ungljón í bæli sínu ef það hefur ekkert veitt?   Festist fugl í gildru á jörðinni nema snara sé lögð fyrir hann?* Hrekkur gildra upp af jörðinni ef ekkert kemur í hana?   Ef blásið er í horn í borginni, verða íbúarnir þá ekki hræddir? Ef hörmungar verða í borginni, stendur Jehóva ekki á bak við þær?   Alvaldur Drottinn Jehóva gerir ekkertán þess að hafa opinberað þjónum sínum, spámönnunum, áform sín.*+   Ljónið hefur öskrað!+ Hver verður ekki óttasleginn? Alvaldur Drottinn Jehóva hefur talað! Hver spáir ekki?‘+   ‚Hrópið ofan af virkisturnum Asdódog virkisturnunum í Egyptalandiog segið: „Safnist saman á fjöllum Samaríu.+ Sjáið glundroðann í henniog svikin sem viðgangast þar.+ 10  Fólkið kann ekki að gera það sem er rétt,“ segir Jehóva. „Það fyllir virkisturna sína með ofbeldi og eyðileggingu.“‘ 11  Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Óvinur mun umkringja landið.+ Hann sviptir þig öllum styrkog virkisturnar þínir verða rændir.‘+ 12  Þetta segir Jehóva: ‚Eins og fjárhirði tekst að bjarga tveim leggjum eða bút af eyra úr gini ljónsins,þannig bjargast Ísraelsmenn,þeir sem sitja nú í Samaríu á dýrindis rúmum og fínustu legubekkjum.‘*+ 13  ‚Hlustið og gerið ætt Jakobs viðvart,‘* segir alvaldur Drottinn Jehóva, Guð hersveitanna, 14  ‚því að daginn sem ég dreg Ísrael til ábyrgðar fyrir alla glæpi sína*+læt ég ölturun í Betel líka kenna á því.+ Altarishornin verða höggvin af og falla til jarðar.+ 15  Ég ríf niður vetrarhúsið og sumarhúsið.‘ ‚Fílabeinshúsin verða jöfnuð við jörðu+og stórhýsin* verða að engu,‘+ segir Jehóva.“

Neðanmáls

Orðrétt „þekkt“.
Eða hugsanl. „nema agn sé í henni“.
Eða „leyndardóm sinn“.
Eða „og Damaskusbekkjum“.
Eða „vitnið gegn ætt Jakobs“.
Eða „allar uppreisnir sínar“.
Eða hugsanl. „mörg hús“.