Amos 4:1–13

  • Dómur yfir Basanskúm (1–3)

  • Jehóva hæðist að falsguðadýrkun Ísraels (4, 5)

  • Ísrael lætur ekki segjast (6–13)

    • ‚Vertu viðbúinn að mæta Guði þínum‘ (12)

    • ‚Guð segir manninum hvað hann hefur í huga‘ (13)

4  „Heyrið þetta orð, Basanskýr,þið sem eruð á Samaríufjalli,+þið konur sem kúgið bágstadda+ og níðist á fátækumog segið við eiginmenn* ykkar: ‚Færið okkur eitthvað að drekka!‘   Alvaldur Drottinn Jehóva hefur svarið við heilagleika sinn: ‚„Þeir dagar koma yfir ykkur þegar ykkur verður lyft upp með kjötkrókumog þeim sem eftir eru af ykkur með önglum.   Þið munuð fara út um skörðin í múrnum, hver og ein beint af augum,og þið verðið hraktar til Harmon,“ segir Jehóva.‘   ‚Komið til Betel og syndgið,*+til Gilgal og syndgið enn meira.+ Berið fram fórnir ykkar+ að morgniog tíundir ykkar+ á þriðja degi.   Brennið sýrt brauð sem þakkarfórn,+auglýsið sjálfviljafórnir ykkarþví að þið elskið það, Ísraelsmenn,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.   ‚Ég hélt tönnum ykkar hreinum* í öllum borgum ykkarog lét matarskort verða í öllum húsum ykkar+en þið sneruð ekki aftur til mín,‘+ segir Jehóva.   ‚Ég synjaði ykkur um regn í þrjá mánuði fram að uppskeru.+ Ég lét rigna á eina borg en ekki aðra. Á eina landspildu rigndien á aðra rigndi ekkert og hún skrælnaði.   Fólk úr tveim eða þrem borgum skjögraði til einnar borgar til að fá vatn að drekka+en gat ekki svalað þorstanum. En þið sneruð ekki aftur til mín,‘+ segir Jehóva.   ‚Ég sló ykkur með brennandi hita og mjölsvepp.+ Þið ræktuðuð marga garða og vínekruren engisprettur átu fíkjutré ykkar og ólívutré.+ Samt sneruð þið ekki aftur til mín,‘+ segir Jehóva. 10  ‚Ég sendi ykkur farsótt eins og í Egyptalandi.+ Ég drap unga menn ykkar með sverði+ og tók hesta ykkar að herfangi.+ Ég lét nályktina í herbúðum ykkar fylla loftið+en þið sneruð ekki aftur til mín,‘ segir Jehóva. 11  ‚Ég olli eyðileggingu meðal ykkareins og þegar ég eyddi Sódómu og Gómorru.+ Þið voruð eins og viðarbútur hrifinn úr eldinumen þið sneruð ekki aftur til mín,‘+ segir Jehóva. 12  Þess vegna mun ég fara svona með þig, Ísrael. Og þar sem ég fer svona með þigvertu þá viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael. 13  Hann er sá sem mótaði fjöllin+ og skapaði vindinn.+ Hann segir manninum hvað hann hefur í huga,breytir morgunroðanum í myrkur+og gengur yfir hæðir jarðar.+ Jehóva, Guð hersveitanna, er nafn hans.“

Neðanmáls

Eða „húsbændur“.
Eða „gerið uppreisn“.
Eða „gaf ykkur ekkert að borða“.