Amos 6:1–14

  • „Illa fer fyrir hinum sjálfsöruggu“ (1–14)

    • Fílabeinsrúm; skálar af víni (4, 6)

6  „Illa fer fyrir hinum sjálfsöruggu á Síon,hinum áhyggjulausu á Samaríufjalli,+stórmennum hinnar fremstu þjóðar,þeim sem Ísraelsmenn leita til.   Farið yfir til Kalne og skoðið ykkur um. Farið þaðan til stórborgarinnar Hamat,+síðan niður til Gat, borgar Filistea. Eru þær betri en þessi konungsríki?* Er land þeirra stærra en ykkar?   Lokið þið augunum fyrir ógæfudeginum?+ Þið komið á fót kúgunarstjórn.+   Þeir liggja á fílabeinsrúmum+ og flatmaga á legubekkjum.+ Þeir borða lömbin úr hjörðinni og alikálfana.*+   Þeir spinna laglínur við undirleik hörpunnar*+og finna upp hljóðfæri eins og Davíð.+   Þeir drekka vín úr skálum+og smyrja sig með gæðaolíumen þeir hafa engar áhyggjur af* óförum Jósefs.+   Þess vegna verða þeir fluttir í útlegð í fararbroddi útlaganna+og veislu flatmagandi nautnaseggjanna lýkur.   ‚Alvaldur Drottinn Jehóva hefur svarið við sjálfan sig,‘+ segir Jehóva, Guð hersveitanna: ‚„Ég hef andstyggð á hroka Jakobs,+ég hata virkisturna hans.+ Ég framsel borgina og allt sem í henni er.+  Ef tíu menn eru eftir í einu húsi skulu þeir deyja. 10  Ættingi* kemur til að bera líkin út og brenna þau eitt af öðru. Hann ber beinin út úr húsinu og spyr síðan þann sem er í innsta hluta hússins: ‚Eru einhverjir fleiri hjá þér?‘ og hann svarar: ‚Nei, enginn.‘ Þá segir hann: ‚Hafðu hljótt því að nú er ekki tíminn til að nefna nafn Jehóva.‘“ 11  Jehóva gefur skipunina.+ Hann gerir stóru húsin að grjóthrúgumog litlu húsin að rústum.+ 12  Hlaupa hestar á klettumeða plægja menn þar með nautum? Þið hafið breytt réttvísinni í eitraða jurtog ávexti réttlætisins í malurt.*+ 13  Þið gleðjist yfir því sem hefur ekkert gildiog segið: „Urðum við ekki voldugir* af eigin rammleik?“+ 14  Þess vegna sendi ég þjóð gegn ykkur,+ Ísraelsmenn,‘ segir Jehóva, Guð hersveitanna. ‚Hún mun kúga ykkur frá Lebó Hamat*+ alla leið að Arabaflóðdalnum.‘“*

Neðanmáls

Sennilega er átt við konungsríkin Júda og Ísrael.
Eða „öldu ungnautin“.
Eða „strengjaleik“.
Orðrétt „urðu ekki veikir út af“.
Orðrétt „Föðurbróðir hans“.
Eða „beiskju“.
Orðrétt „Tókum við okkur ekki horn“.
Eða „staðnum þar sem farið er inn í Hamat“.
Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.