Amos 7:1–17

  • Sýnir um yfirvofandi endalok Ísraels (1–9)

  • Amosi sagt að hætta að spá (10–17)

7  Alvaldur Drottinn Jehóva birti mér þessa sýn: Hann sendi engisprettusveim þegar seinni sáningin var farin að spretta.* Þetta var það sem spratt eftir heysláttinn fyrir konung.  Þegar engispretturnar höfðu étið upp gróður landsins sagði ég: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva, fyrirgefðu fólki þínu!+ Hvernig getur Jakob lifað af?* Hann er svo veikburða!“+  Þá snerist Jehóva hugur.*+ „Þetta skal ekki gerast,“ sagði Jehóva.  Alvaldur Drottinn Jehóva birti mér þessa sýn: Alvaldur Drottinn Jehóva boðaði refsingu með eldi. Hann gleypti vatnsdjúpið mikla og hluta landsins.  Þá sagði ég: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva, ekki gera þetta.+ Hvernig getur Jakob lifað af?* Hann er svo veikburða!“+  Þá snerist Jehóva hugur.*+ „Þetta skal ekki heldur gerast,“ sagði alvaldur Drottinn Jehóva.  Hann birti mér þessa sýn: Jehóva stóð uppi á múrvegg sem hafði verið reistur með lóðlínu* og hann var með lóðlínu í hendinni.  Jehóva spurði mig: „Hvað sérðu, Amos?“ „Lóðlínu,“ svaraði ég. Þá sagði Jehóva: „Ég legg lóðlínu við þjóð mína, Ísrael. Ég ætla ekki að afsaka hana lengur.+  Fórnarhæðir Ísaks+ verða lagðar í eyði og helgidómar Ísraels jafnaðir við jörðu.+ Ég held gegn ætt Jeróbóams með sverði.“+ 10  Amasía, prestur í Betel,+ sendi Jeróbóam+ Ísraelskonungi þessi skilaboð: „Amos gerir samsæri gegn þér mitt í Ísrael.+ Landið þolir ekki boðskap hans+ 11  því að hann segir: ‚Jeróbóam mun falla fyrir sverði og Ísraelsmenn verða fluttir í útlegð úr landi sínu.‘“+ 12  Síðan sagði Amasía við Amos: „Komdu þér burt, sjáandi, og farðu til Júdalands. Þar geturðu unnið fyrir brauði þínu* og þar geturðu spáð.+ 13  En þú mátt ekki lengur spá í Betel+ því að hér er helgidómur konungs+ og musteri* ríkisins.“ 14  Amos svaraði Amasía: „Ég var hvorki spámaður né sonur spámanns heldur var ég hjarðmaður+ og sá um mórfíkjutré.* 15  En Jehóva tók mig frá hjarðgæslunni og Jehóva sagði við mig: ‚Farðu og spáðu meðal þjóðar minnar, Ísraels.‘+ 16  Hlustaðu því á orð Jehóva: ‚Þú segir: „Spáðu ekki gegn Ísrael+ og flyttu ekki boðskap+ gegn ætt Ísaks.“ 17  Þess vegna segir Jehóva: „Konan þín verður vændiskona í borginni og synir þínir og dætur falla fyrir sverði. Jörð þinni verður skipt niður með mælisnúru og þú munt sjálfur deyja í óhreinu landi. Ísraelsmenn verða fluttir í útlegð úr landi sínu.“‘“+

Neðanmáls

Það er, í janúar og febrúar.
Orðrétt „risið upp“.
Eða „iðraðist Jehóva“.
Orðrétt „risið upp“.
Eða „iðraðist Jehóva“.
Eða „lóði“.
Orðrétt „borðað brauð“.
Orðrétt „hús“.
Eða „skar í mórfíkjur“.