Habakkuk 2:1–20

  • „Ég ætla að vera á verði og sjá hvað hann vill að ég segi“ (1)

  • Jehóva svarar spámanninum (2–20)

    • Væntu þess að sýnin rætist (3)

    • „Hinn réttláti mun lifa vegna trúfesti sinnar“ (4)

    • Illa fer fyrir Kaldeum (6–20)

      • Jörðin verður full af þekkingu á Jehóva (14)

2  Ég ætla að standa vörð á mínum stað+og taka mér stöðu á virkisveggnum. Ég ætla að vera á verði og sjá hvað hann vill að ég segiog íhuga hverju ég svara þegar ég er áminntur.   Jehóva svaraði mér: „Skrifaðu niður sýnina og skráðu hana skýrt og greinilega á töflur+svo að auðvelt sé að lesa hana upphátt+   því að sýnin rætist á tilsettum tíma,hún nálgast takmarkið* óðfluga og bregst* ekki. Þótt hún dragist* skaltu vænta hennar*+því að það er öruggt að hún rætist. Henni seinkar ekki.   Líttu á þann sem er hrokafullur,hann er ekki heiðarlegur innst inni. En hinn réttláti mun lifa vegna trúfesti* sinnar.+   Vínið er varasamtog hinn hrokafulli nær því ekki markmiði sínu. Hann er gráðugur eins og gröfin,*óseðjandi eins og dauðinn. Hann safnar til sín öllum þjóðumog dregur að sér alla þjóðflokka.+   Munu þeir ekki allir hafa hann að máltækiog fara með háðsglósur og gátur um hann?+ Þeir munu segja: ‚Illa fer fyrir þeim sem sankar að sér því sem hann á ekkiog eykur skuldir sínar. Hve miklu lengur fær hann að gera það?   Snúast ekki lánardrottnar þínir skyndilega gegn þér? Þeir vakna og hrista þig harkalegaog ræna þig eigum þínum.+   Þú hefur rænt margar þjóðir. Þess vegna munu þær sem eftir eru ræna þig.+ Þú hefur úthellt blóði,valdið eyðileggingu á jörðinniog herjað á borgirnar og íbúa þeirra.+   Illa fer fyrir þeim sem aflar húsi sínu rangfengins gróðaog gerir sér hreiður í hæðumtil að ógæfan nái ekki til hans. 10  Áform þín leiða skömm yfir hús þitt. Þú syndgar gegn sjálfum þér með því að afmá margar þjóðir.+ 11  Steinn mun hrópa úr múrveggnumog bjálki svara honum úr tréverkinu. 12  Illa fer fyrir þeim sem reisir borg með blóðsúthellingumog byggir hana á ranglæti. 13  Er það ekki Jehóva hersveitanna sem lætur þjóðirnar strita fyrir því sem fuðrar upp í eldiog þjóðflokkana þreyta sig til einskis?+ 14  Jörðin verður full af þekkingu á dýrð Jehóvaeins og vatn hylur sjávardjúpið.+ 15  Illa fer fyrir þeim sem gefur vinum sínum drykkog blandar í hann reiði og heift til að gera þá drukknaog geta séð þá nakta. 16  Þú mettast smán en ekki heiðri. Þú skalt líka drekka og afhjúpa að þú ert óumskorinn.* Bikarinn í hægri hendi Jehóva kemur einnig til þín+og skömmin mun hylja vegsemd þína. 17  Ofbeldi þitt gegn Líbanon lendir á þérog eyðingin sem skelfdi skepnurnar kemur yfir þigaf því að þú úthelltir blóði,ollir eyðileggingu á jörðinniog herjaðir á borgirnar og íbúa þeirra.+ 18  Hvaða gagn er að úthöggnu líkneskifyrst maður hefur búið það til? Hvaða gagn er að málmlíkneski* og lygakennara? Hvernig getur smiðurinn treyst því? Hann býr til gagnslausa og mállausa guði.+ 19  Illa fer fyrir þeim sem segir við trjádrumb: „Vaknaðu!“ eða við mállausan stein: „Vaknaðu! Leiðbeindu okkur!“ Hann er lagður gulli og silfri+en dregur ekki andann.+ 20  En Jehóva er í sínu heilaga musteri.+ Öll jörðin veri hljóð frammi fyrir honum!‘“+

Neðanmáls

Eða „uppfyllingu“.
Orðrétt „lýgur“.
Eða „virðist dragast“.
Eða „bíða hennar með eftirvæntingu“.
Eða hugsanl. „trúar“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „og verða reikull í spori“.
Eða „steyptu líkneski“.