Jesaja 1:1–31

  • Faðir og uppreisnargjarnir synir hans (1–9)

  • Jehóva hatar yfirborðskennda tilbeiðslu (10–17)

  • „Greiðum úr málum okkar“ (18–20)

  • Síon verður trúföst borg á ný (21–31)

1  Sýnin sem Jesaja*+ Amotsson sá um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía,+ Jótams,+ Akasar+ og Hiskía,+ konunga í Júda:+   Heyrið, himnar, og hlustaðu, jörð,+því að Jehóva hefur talað: „Syni hef ég alið upp og annast+en þeir hafa gert uppreisn gegn mér.+   Uxinn þekkir kaupanda sinnog asninn jötu eiganda sínsen Ísrael þekkir mig ekki,*+mín eigin þjóð hegðar sér óskynsamlega.“   Illa fer fyrir syndugri þjóð,+fólkinu sem hlaðið er syndum,afsprengi illra manna, spilltum börnum! Hún hefur yfirgefið Jehóva,+óvirt Hinn heilaga Ísraelsog snúið baki við honum.   Af hverju haldið þið uppreisninni áfram? Er ekki búið að berja ykkur nóg?+ Höfuðið er þakið sárumog hjartað er allt sjúkt.+   Frá hvirfli til ilja er ekkert heilbrigt,tómir áverkar, mar og opin sársem hvorki eru hreinsuð,* bundið um né mýkt með olíu.+   Land ykkar er í eyði,borgir ykkar brenndar í eldi. Útlendingar gleypa landið fyrir augum ykkar.+ Það er eins og auðn eftir árás óvina.+   Síonardóttir er yfirgefin eins og skýli* í víngarði,eins og kofi á gúrkuakri,eins og umsetin borg.+   Ef Jehóva hersveitanna hefði ekki látið fáeina komast afværum við orðin eins og Sódómaog líktumst Gómorru.+ 10  Heyrið orð Jehóva, þið harðstjórar* Sódómu.+ Hlustið á lög* Guðs okkar, þið Gómorrubúar.+ 11  „Til hvers þarf ég allar þessar fórnir?“+ spyr Jehóva. „Ég hef fengið nóg af brennifórnum ykkar, hrútum+ og fitu alidýra,+og ég hef enga ánægju af blóði+ ungnauta,+ lamba og geita.+ 12  Hver hefur beðið ykkur að ganga fram fyrir mig+bara til að traðka niður forgarða mína?+ 13  Hættið að bera fram gagnslausar kornfórnir. Ég hef andstyggð á reykelsi ykkar.+ Tunglkomur,+ hvíldardagar+ og sérstakar samkomur+– ég þoli ekki að þið farið með galdrakukl+ samhliða hátíðarsamkomum ykkar. 14  Ég hata tunglkomudaga ykkar og hátíðir. Þær eru orðnar mér byrði,ég er orðinn þreyttur á að bera þær. 15  Og þegar þið lyftið upp höndum í bænloka ég augunum.+ Þó að þið biðjið margra bæna+hlusta ég ekki.+ Hendur ykkar eru ataðar blóði.+ 16  Þvoið ykkur, hreinsið ykkur,+fjarlægið illskuverk ykkar úr augsýn minni. Hættið að gera það sem er illt.+ 17  Lærið að gera gott, leitist við að gera rétt,+leiðréttið kúgarann,verjið rétt föðurlausra*og flytjið mál ekkjunnar.“+ 18  „Komið, greiðum úr málum okkar,“ segir Jehóva.+ „Þó að syndir ykkar séu skarlatsrauðarskulu þær verða hvítar sem snjór.+ Þótt þær séu skærrauðarverða þær hvítar eins og ull. 19  Ef þið eruð fús til að hlustamunuð þið neyta landsins gæða.+ 20  En ef þið þrjóskist við og gerið uppreisnmun sverðið gleypa ykkur+því að Jehóva hefur talað.“ 21  Borgin trúfasta+ er orðin vændiskona!+ Hún var full réttvísi,+í henni bjó réttlæti+en nú búa þar morðingjar.+ 22  Silfur þitt er orðið að sora+og bjórinn* er blandaður vatni. 23  Höfðingjar þínir eru þrjóskir og leggja lag sitt við þjófa.+ Þeir eru allir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum.+ Þeir synja föðurlausum* um réttlætiog taka ekki mál ekkjunnar fyrir.+ 24  Þess vegna segir hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,hinn voldugi í Ísrael: „Nú er nóg komið! Ég ætla að losa mig við andstæðinga mínaog hefna mín á óvinunum.+ 25  Ég sný hendi minni gegn þér,hreinsa burt sorann eins og með lútog fjarlægi öll óhreinindi þín.+ 26  Ég veiti þér dómara eins og þú hafðir áðurog ráðgjafa eins og í upphafi.+ Eftir það verður þú kölluð Borg réttlætisins, Borgin trúfasta.+ 27  Síon verður endurleyst með réttvísi+og fólkið sem snýr aftur með réttlæti. 28  Uppreisnarmönnum og syndurum verður útrýmt saman+og þeir sem yfirgefa Jehóva líða undir lok.+ 29  Þið munuð skammast ykkar fyrir þau miklu tré sem þið þráðuð+og verða ykkur til skammar vegna garðanna* sem þið völduð+ 30  því að þið verðið eins og stórt tré með visnandi laufi+og eins og vatnslaus garður. 31  Hinn sterki verður að hörog verk hans að neista. Hvort tveggja fuðrar uppog enginn slekkur eldinn.“

Neðanmáls

Sem þýðir ‚hjálpræði Jehóva‘.
Eða „þekkir ekki húsbónda sinn“.
Orðrétt „er kreist úr“.
Eða „laufskáli“.
Eða „valdhafar“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „munaðarlausra“.
Eða „hveitibjórinn“.
Eða „munaðarlausum“.
Greinilega er átt við tré og garða sem tengdust skurðgoðadýrkun.