Jesaja 20:1–6

  • Tákn um Egyptaland og Eþíópíu (1–6)

20  Árið sem Sargon Assýríukonungur sendi yfirhershöfðingjann* til Asdód+ réðst hann á Asdód og vann hana.+  Þá kom orð Jehóva til Jesaja+ Amotssonar: „Klæddu þig úr hærusekknum sem þú ert með um mittið og farðu úr sandölunum.“ Hann gerði það og gekk um fáklæddur* og berfættur.  Síðan sagði Jehóva: „Eins og Jesaja þjónn minn hefur gengið um fáklæddur og berfættur í þrjú ár sem tákn+ og fyrirboði um Egyptaland+ og Eþíópíu+  þannig mun Assýríukonungur leiða burt Egypta sem fanga+ og flytja Eþíópíumenn í útlegð. Bæði drengir og gamlir menn ganga naktir, berfættir og með beran bakhluta, Egyptum til smánar.*  Þeir verða skelfingu lostnir og skammast sín fyrir Eþíópíu sem var von þeirra og Egyptaland sem var stolt þeirra.*  Þeir sem búa hér á þessari strönd segja á þeim degi: ‚Sjáið hvað varð um von okkar! Við flúðum þangað til að fá hjálp og björgun undan Assýríukonungi. Hvernig getum við nú komist undan?‘“

Neðanmáls

Orðrétt „tartan“.
Orðrétt „nakinn“.
Orðrétt „nekt Egyptalands“.
Eða „sem þeir dáðust að sökum fegurðar þess“.