Jesaja 22:1–25

  • Yfirlýsing um Sýnardal (1–14)

  • Eljakím tekur við af Sebna ráðsmanni (15–25)

22  Yfirlýsing um Sýnardal:*+ Hvað er að þér? Allir íbúar þínir eru farnir upp á þökin.   Þú varst hávaðasöm,hávær og glaummikil borg. Þeir sem féllu hjá þér féllu ekki fyrir sverðiné létu lífið í bardaga.+   Harðstjórar þínir eru allir saman flúnir.+ Þeir voru teknir til fanga án þess að beitt væri boga. Allir sem fundust voru teknir til fanga+þótt þeir hefðu flúið langa leið.   Þess vegna sagði ég: „Horfið ekki á mig. Ég mun gráta beisklega.+ Reynið ekki að hugga mignúna þegar dótturinni,* þjóð minni, hefur verið eytt.+   Þetta er dagur ringulreiðar, ósigurs og skelfingar+sem kemur frá alvöldum Drottni, Jehóva hersveitanna,í Sýnardal. Múrinn er rifinn niður,+neyðaróp ná til fjallsins.   Elam+ lyftir upp örvamælinumog kemur á stríðsvögnum og hestum.* Kír+ tekur hlífina af skildinum.*   Fegurstu dalir þínir*fyllast stríðsvögnum,hestarnir* stilla sér upp við hliðið   og vörn Júda verður svipt burt. Á þeim degi horfirðu til vopnabúrsins í Skógarhúsinu.+  Þið sjáið mörg skörð í múr Davíðsborgar+ og safnið vatni í neðri tjörnina.+ 10  Þið teljið húsin í Jerúsalem og rífið nokkur þeirra til að styrkja múrinn. 11  Þið gerið þró milli múranna tveggja fyrir vatn úr gömlu tjörninni en þið horfið ekki til hans sem stendur á bak við allt þetta og sjáið ekki hann sem ákvað það endur fyrir löngu. 12  Þann dag mun alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna,segja fólkinu að gráta og syrgja,+raka höfuðið og klæðast hærusekk. 13  En í staðinn halda menn veislu og fagna,slátra nautgripum og sauðfé,borða kjöt og drekka vín.+ ‚Borðum og drekkum því að á morgun deyjum við.‘“+ 14  Þá heyrði ég Jehóva hersveitanna segja: „‚Ekki verður friðþægt fyrir þessa synd ykkar fyrr en þið deyið,‘+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.“ 15  Þetta segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna: „Farðu til ráðsmannsins Sebna+ sem er settur yfir höllina* og segðu: 16  ‚Hvað ertu að gera hér og hvaða rétt hefurðu til að höggva þér gröf hér?‘ Hann heggur sér gröf á hæð, heggur sér hvíldarstað* í klett. 17  ‚Jehóva mun kasta þér til jarðar með valdi og þrífa fast í þig. 18  Hann hnoðar þér saman og kastar þér eins og bolta til víðáttumikils lands. Þar muntu deyja og þar verða glæsivagnar þínir, húsi herra þíns til skammar. 19  Ég svipti þig stöðu þinni og rek þig úr embætti. 20  Þann dag kalla ég á þjón minn, Eljakím+ Hilkíason, 21  og klæði hann í embættisklæðnað þinn, gyrði hann belti þínu+ og fæ honum völd þín. Hann verður Jerúsalembúum og Júdaætt eins og faðir. 22  Ég legg lykilinn að húsi Davíðs+ á herðar hans. Þegar hann opnar mun enginn loka og þegar hann lokar mun enginn opna. 23  Ég rek hann eins og nagla í traustan vegg og hann verður eins og heiðurshásæti í ætt föður síns. 24  Menn hengja á hann allan heiður* föðurættar hans: afkomendur og börn,* öll smáker, skálar og stór ker. 25  Á þeim degi,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚verður naglinn sem rekinn var í traustan vegg fjarlægður.+ Hann verður höggvinn og dettur niður, og allt sem hangir á honum dettur og brotnar því að Jehóva sjálfur hefur talað.‘“

Neðanmáls

Hér er greinilega átt við Jerúsalem.
Ljóðræn persónugerving, hugsanlega til að tjá vorkunn eða samúð.
Eða „kemur með mannaða stríðsvagna og riddara“.
Eða „tekur fram skjöldinn“.
Eða „riddararnir“.
Eða „sléttur þínar“.
Orðrétt „húsið“.
Orðrétt „bústað“.
Orðrétt „þunga“.
Eða „rótaranga“.