Jesaja 25:1–12
25 Jehóva, þú ert minn Guð.
Ég upphef þig, ég lofa nafn þittþví að verk þín eru stórkostleg,+verkin sem þú áformaðir fyrir löngu.+
Þú vannst þau í tryggð og trúfesti.+
2 Þú hefur gert borg að grjóthrúgu,víggirta borg að molnandi rústum.
Virki útlendingsins er ekki lengur borgog verður aldrei endurreist.
3 Þess vegna mun voldug þjóð heiðra þigog borg grimmra þjóða óttast þig.+
4 Þú ert orðinn vígi lítilmagnans,vígi hins fátæka í neyð hans,+skjól í slagviðriog skuggi í hitanum.+
Reiði harðstjóranna er eins og slagviðri sem bylur á vegg,
5 eins og hitinn í skrælnuðu landi,en þú bælir niður uppþot óvinanna.
Eins og hiti dvínar í skugga af skýi,þannig er þaggað niður í söng harðstjóranna.
6 Á þessu fjalli+ mun Jehóva hersveitanna halda veislu handa öllum þjóðum,veislu með úrvalsréttum,+veislu með eðalvíni,*með mergjuðum úrvalsréttum,með tæru eðalvíni.
7 Á þessu fjalli mun hann svipta burt hulunni sem umlykur alla mennog dúknum sem breiddur* er yfir allar þjóðir.
8 Hann mun afmá dauðann að eilífu+og alvaldur Drottinn Jehóva þurrkar tárin af vöngum allra.+
Hann tekur burt smán fólks síns um alla jörð.
Jehóva sjálfur hefur talað.
9 Á þeim degi segja menn:
„Þetta er Guð okkar!+
Við höfum sett von okkar á hann+og hann bjargar okkur.+
Þetta er Jehóva!
Við höfum sett von okkar á hann.
Gleðjumst og fögnum yfir björguninni sem hann veitir.“+
10 Hönd Jehóva mun hvíla á þessu fjalli+en Móab verður troðinn niður í landi sínu+eins og hálmur er troðinn niður í mykjuhaug.
11 Hann réttir út hendurnar og slær Móabeins og sundmaður þegar hann tekur sundtökin.
Hann sópar burt hroka hans+með fimlegum handbrögðum.
12 Víggirta borgina með háum varnarmúrum sínumrífur hann niður.
Hann jafnar hana við jörðu, gerir hana að dufti.