Jesaja 35:1–10
35 Óbyggðirnar og skrælnað landið munu fagna,+eyðisléttan gleðjast og blómstra eins og saffrankrókus.*+
2 Hún blómstrar ríkulega,+hún fagnar og hrópar af gleði.
Dýrð Líbanons veitist henni,+tign Karmels+ og Sarons.+
Menn sjá dýrð Jehóva, tign Guðs okkar.
3 Styrkið máttvana hendurog styðjið skjögrandi hné.+
4 Segið hinum kvíðnu:
„Verið hugrökk og hræðist ekki.
Guð ykkar kemur fram hefndum,hann kemur og endurgeldur óvinum ykkar.+
Guð kemur og frelsar ykkur.“+
5 Þá munu augu blindra opnast+og eyru heyrnarlausra ljúkast upp.+
6 Þá stekkur hinn halti eins og hjörtur+og tunga hins mállausa hrópar af gleði.+
Vatn sprettur fram í óbyggðunumog ár streyma um eyðisléttuna.
7 Sviðin jörðin verður að seftjörnog þyrst jörðin að uppsprettum.+
Þar sem sjakalar hafast við+mun vaxa grængresi, reyr og papýrus.
8 Þar verður breiður vegur+sem kallast Vegurinn heilagi.
Enginn óhreinn mun ferðast þar um.+
Vegurinn er ætlaður þeim sem ganga á honum.
Enginn óskynsamur fer inn á hann.
9 Engin ljón verða þarog engin hættuleg villidýr fara um hann,þau sjást ekki þar.+
Aðeins hinir endurleystu ganga þar.+
10 Þeir sem Jehóva hefur endurleyst snúa aftur+ og koma fagnandi til Síonar.+
Óendanleg gleði prýðir höfuð þeirra.+
Fögnuður og gleði fylgir þeimen sorg og andvörp flýja.+
Neðanmáls
^ Eða „krókus“.