Jesaja 4:1–6
4 Sjö konur grípa í einn mann á þeim degi+ og segja:
„Við skulum borða okkar eigið brauðog sjálfar útvega okkur föt.
Leyfðu okkur bara að bera nafn þittsvo að við losnum við skömmina.“*+
2 Þann dag verður það sem Jehóva lætur vaxa fagurt og dýrlegt og ávöxtur landsins verður stolt þeirra Ísraelsmanna sem lifa af og þeim til prýði.+
3 Þeir sem eru eftir í Síon og skildir eftir í Jerúsalem verða kallaðir heilagir, allir í Jerúsalem sem eru skráðir til að lifa áfram.+
4 Þegar Jehóva þvær óhreinindin* af Síonardætrum+ og skolar burt blóðinu* úr Jerúsalem með dóms- og hreinsunaranda*+
5 skapar Jehóva líka ský og reyk að degi og bjartan logandi eld að nóttu+ yfir öllu Síonarfjalli og samkomustað hennar. Verndarhlíf verður yfir allri dýrðinni.
6 Þar verður skýli sem veitir forsælu í hita dagsins+ og athvarf og skjól í stormi og regni.+
Neðanmáls
^ Það er, þá niðurlægingu að vera ógiftar og barnlausar.
^ Orðrétt „saurinn“.
^ Eða „blóðskuldina“.
^ Eða „anda dóms og eyðandi elds“.