Jesaja 58:1–14
58 „Kallaðu fullum hálsi, haltu ekki aftur af þér!
Láttu röddina óma eins og horn.
Segðu þjóð minni frá uppreisn hennar,+afkomendum Jakobs frá syndum þeirra.
2 Þeir leita mín dag eftir dagog segjast vilja þekkja vegi mínaeins og þeir væru þjóð sem hefði stundað réttlætiog hefði ekki snúið baki við réttlæti Guðs síns.+
Þeir biðja mig um réttláta dómaeins og þeir vildu nálgast Guð:+
3 ‚Af hverju sérðu ekki að við föstum?+
Af hverju tekurðu ekki eftir að við auðmýkjum okkur?‘+
Af því að þið hugsið bara um eigin hag þegar þið fastiðog þið kúgið verkamenn ykkar.+
4 Föstur ykkar enda með rifrildi og átökumog þið sláið með hnefa illskunnar.
Þið getið ekki fastað eins og núna og ætlast til að rödd ykkar heyrist á himni.
5 Er það svona fasta sem mér líkar:
dagur þegar menn auðmýkja sig,hengja höfuðið eins og sefstráog búa um sig á sekk og ösku?
Kallarðu það föstu og dag sem Jehóva líkar?
6 Nei, þetta er fastan sem ég vil sjá:
Að þið fjarlægið fjötra illskunnar,leysið bönd oksins,+veitið kúguðum frelsi+og brjótið sundur hvert ok.
7 Deilið brauði ykkar með hungruðum,+takið fátæka og heimilislausa inn á heimili ykkar,gefið föt þeim sem þið sjáið að er nakinn+og snúið ekki baki við þeim sem er hold ykkar og blóð.
8 Þá mun ljós þitt brjótast fram eins og dögunin+og þú læknast fljótt.
Réttlæti þitt fer á undan þérog dýrð Jehóva verður bakvörður þinn.+
9 Þá muntu kalla og Jehóva svarar,þú hrópar á hjálp og hann segir: ‚Hér er ég!‘
Ef þú fjarlægir okiðog hættir að benda og vera illkvittinn,+
10 ef þú gefur hungruðum það sem þig sjálfan langar í+
og annast bágstadda,þá skín ljós þitt í myrkrinuog myrkrið hjá þér verður eins og hábjartur dagur.+
11 Jehóva mun alltaf leiða þigog sjá um þig, jafnvel í skrælnuðu landi.+
Hann styrkir bein þínog þú verður eins og vel vökvaður garður,+eins og uppspretta sem aldrei þrýtur.
12 Þín vegna verða fornar rústir endurreistar+og þú skalt leggja aftur grundvöll liðinna kynslóða.+
Þú verður kallaður ‚sá sem gerir við múrinn‘,*+‚sá sem bætir vegina þar sem menn búa‘.
13 Ef þú heldur hvíldardaginn og hugsar ekki um eigin hag á heilögum degi mínum+og kallar hvíldardaginn mesta gleðigjafa þinn, heilagan dag Jehóva, dag sem ber að virða,+og þú virðir hann í stað þess að hugsa um eigin hag og fara með innantóm orð,
14 þá verður Jehóva mesti gleðigjafi þinnog ég læt þig geysast fram á hæðum jarðar.+
Ég læt þig lifa á erfðalandi* Jakobs forföður þíns+því að Jehóva hefur talað.“