Jesaja 6:1–13

  • Sýn um Jehóva í musteri sínu (1–4)

    • „Heilagur, heilagur, heilagur er Jehóva“ (3)

  • Varir Jesaja hreinsaðar (5–7)

  • Jesaja fær verkefni (8–10)

    • „Hér er ég! Sendu mig!“ (8)

  • „Hversu lengi, Jehóva?“ (11–13)

6  Árið sem Ússía konungur dó+ sá ég Jehóva sitja í háu og miklu hásæti+ og neðsti hluti skikkju hans fyllti musterið.  Serafar stóðu fyrir ofan hann, hver þeirra með sex vængi. Með tveim huldu þeir andlitið, með tveim fæturna og með tveim flugu þeir.   Þeir kölluðu hver til annars: „Heilagur, heilagur, heilagur er Jehóva hersveitanna.+ Öll jörðin er full af dýrð hans.“  Dyrastafirnir skulfu við hróp þeirra og húsið fylltist reyk.+   Þá sagði ég: „Það er úti um mig! Ég er dauðans maturþví að ég er maður með óhreinar varirog bý meðal fólks með óhreinar varir,+og nú hef ég séð konunginn, Jehóva hersveitanna!“  Einn af seröfunum flaug þá til mín og hann hélt á glóandi kolamola+ sem hann hafði tekið með töng af altarinu.+  Hann snerti munn minn með honum og sagði: „Nú hefur þetta snert varir þínar. Sekt þín er tekin burtog friðþægt er fyrir synd þína.“  Síðan heyrði ég rödd Jehóva. Hann sagði: „Hvern á ég að senda? Hver vill vera sendiboði okkar?“+ Ég svaraði: „Hér er ég! Sendu mig!“+   Hann sagði: „Farðu og segðu þessu fólki: ‚Þið munuð heyra þetta aftur og afturen ekki skilja. Þið munuð sjá þetta aftur og afturen ekkert læra.‘+ 10  Gerðu hjörtu þessa fólks ónæm,+lokaðu eyrum þess+og límdu aftur augunsvo að það sjái ekki með augunumog heyri ekki með eyrunum,svo að það skilji ekki með hjartanuog snúi ekki við og læknist.“+ 11  Þá spurði ég: „Hversu lengi, Jehóva?“ Hann svaraði: „Þar til borgirnar leggjast í rúst og enginn býr þar,húsin standa mannlausog landið er autt og yfirgefið,+ 12  þar til Jehóva hrekur fólkið langt í burt+og auðnin breiðist út um landið. 13  En tíundi hluti verður samt eftir í landinu og honum verður kastað aftur á eldinn. Hann verður eins og stubburinn sem eftir er þegar menn fella stórt tré eða eik. Stubburinn verður heilagt afkvæmi.“

Neðanmáls