Jesaja 61:1–11
61 Andi hins alvalda Drottins Jehóva er yfir mér+því að Jehóva hefur smurt mig til að boða auðmjúkum fagnaðarboðskap.+
Hann sendi mig til að lækna þá sem hafa sundurmarið hjarta,til að boða fjötruðum frelsiog opna augu fanga,+
2 til að boða ár góðvildar Jehóvaog hefndardag Guðs okkar,+til að hugga alla sem syrgja,+
3 til að annast þá sem syrgja Síon,til að gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku,fagnaðarolíu í stað sorgar,lofgjörðarbúning í stað örvæntingar.
Þeir verða kallaðir hin stóru tré réttlætisinssem Jehóva hefur gróðursett sér til heiðurs.*+
4 Þeir munu endurreisa fornar rústir,byggja aftur upp staðina frá fyrri tíð+og endurbyggja borgirnar sem eru í rústum,+staðina sem hafa legið í eyði kynslóðum saman.+
5 „Ókunnugir menn koma og gæta hjarða ykkarog útlendingar+ vinna á ökrum ykkar og í víngörðum.+
6 En þið verðið kallaðir prestar Jehóva,+menn kalla ykkur þjóna Guðs.
Þið munuð lifa á auðlegð þjóðanna+og stæra ykkur af auði* þeirra.
7 Í stað smánar fá þjónar mínir tvöfaldan hlutog í stað auðmýkingar hrópa þeir fagnandi yfir hlutdeild sinni.
Já, þeir eignast tvöfaldan hlut í landi sínu,+þeim hlotnast eilíf gleði.+
8 Ég, Jehóva, elska réttlæti,+ég hata rán og ranglæti.+
Ég geld þeim laun þeirra af trúfestiog geri eilífan sáttmála við þá.+
9 Afkomendur þeirra verða þekktir meðal þjóðanna+og niðjar þeirra meðal þjóðflokkanna.
Allir sem sjá þá kannast við þáog skilja að þeir eru afkomendurnir sem Jehóva hefur blessað.“+
10 Ég fagna yfir Jehóva,allt sem í mér býr gleðst yfir Guði mínum.+
Hann hefur klætt mig í kyrtil frelsisins+og sveipað um mig skikkju réttlætisins.
Ég líkist brúðguma sem ber vefjarhött eins og prestur+og brúði sem prýðir sig skartgripum sínum.
11 Eins og jörðin lætur gróðurinn sprettaog garður frækornin spíra,þannig lætur alvaldur Drottinn Jehóvaréttlæti+ og lofgjörð spretta+ frammi fyrir öllum þjóðum.