Jesaja 65:1–25

  • Dómur Jehóva yfir skurðgoðadýrkendum (1–16)

    • Heillaguðinn og örlagaguðinn (11)

    • „Þjónar mínir munu borða“ (13)

  • Nýr himinn og ný jörð (17–25)

    • Byggja hús og planta víngarða (21)

    • Enginn stritar til einskis (23)

65  „Ég leyfði þeim að leita til mín sem spurðu ekki um mig,ég lét þá finna mig sem leituðu mín ekki.+ Ég sagði: ‚Hér er ég, hér er ég!‘ við þjóð sem ákallaði ekki nafn mitt.+   Ég breiddi út faðminn allan liðlangan daginn móti þrjóskri þjóð,+fólki sem gengur á rangri braut+og fylgir sínum eigin hugmyndum,+   fólki sem móðgar mig stöðugt upp í opið geðið,+færir fórnir í görðum+ og lætur fórnarreyk stíga upp af múrsteinum.   Menn sitja hjá gröfunum+og eru í felum* um nætur. Þeir borða svínakjöt+og í skálum þeirra er súpa með óhreinu* kjöti.+   Þeir segja: ‚Haltu þig fjarri, komdu ekki nálægt mér,því að ég er heilagari en þú.‘* Þeir eru reykur í nösum mínum, eldur sem brennur allan liðlangan daginn.   Það stendur skrifað frammi fyrir mér. Ég stend ekki aðgerðalausheldur endurgeld þeim,+ég endurgeld þeim að fullu*   fyrir syndir þeirra og syndir forfeðra þeirra,“+ segir Jehóva. „Þeir hafa látið fórnarreyk stíga upp á fjöllunumog smánað mig á hæðunum.+ Þess vegna verður mitt fyrsta verk að gjalda þeim laun þeirra að fullu.“*   Þetta segir Jehóva: „Þegar menn finna vínber í klasa sem hægt er að nota í nýtt vínsegja þeir: ‚Hendið honum ekki því að það er eitthvað gott* í honum.‘ Eins geri ég þjóna minna vegna,ég tortími þeim ekki öllum.+   Ég læt niðja koma af Jakobiog af Júda erfingja að fjöllum mínum.+ Mínir útvöldu munu taka landið til eignarog þjónar mínir búa þar.+ 10  Saron+ verður beitiland fyrir sauðféog Akordalur*+ hvíldarstaður nautgripahanda fólki mínu sem leitar mín. 11  En þið eruð í hópi þeirra sem yfirgefa Jehóva,+þeirra sem gleyma heilögu fjalli mínu,+þeirra sem leggja á borð fyrir heillaguðinnog hella víni í bikar örlagaguðsins. 12  Þess vegna læt ég sverðið verða örlög ykkar,+þið skuluð öll beygja ykkur niður til aftöku+því að ég kallaði en þið svöruðuð ekki,ég talaði en þið hlustuðuð ekki.+ Þið hélduð áfram því sem var illt í augum mínumog völduð það sem mér mislíkaði.“+ 13  Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Þjónar mínir munu borða en þið verðið hungruð.+ Þjónar mínir munu drekka+ en þið verðið þyrst. Þjónar mínir munu gleðjast+ en þið verðið auðmýkt.+ 14  Þjónar mínir munu hrópa af glöðu hjartaen þið munuð hrópa af kvöl í hjartaog kveina af örvæntingu. 15  Þið látið eftir ykkur nafn sem mínir útvöldu nota sem formælinguog alvaldur Drottinn Jehóva tekur ykkur öll af lífi. En þjóna sína nefnir hann öðru nafni+ 16  svo að allir sem leita sér blessunar á jörðhljóti blessun hjá Guði sannleikans*og allir sem sverja eið á jörðsverji við Guð sannleikans.*+ Fyrri raunir verða gleymdar,þær verða huldar augum mínum.+ 17  Sjáið! Ég skapa nýjan himin og nýja jörð.+ Hins fyrra verður ekki minnst framarog það mun ekki íþyngja hjartanu.+ 18  Gleðjist því og fagnið að eilífu yfir því sem ég skapa. Ég geri Jerúsalem að gleðiefniog íbúar hennar vekja fögnuð.+ 19  Ég gleðst yfir Jerúsalem og fagna yfir fólki mínu.+ Aldrei framar mun grátur eða kvein heyrast í borginni.“+ 20  „Þar verður ekkert ungbarn framar sem lifir aðeins fáeina dagané gamalmenni sem deyr fyrir aldur fram. Sá sem deyr tíræður telst bara drengurog bölvun kemur yfir syndara þótt hann sé orðinn tíræður.* 21  Menn munu byggja hús og búa í þeim+og planta víngarða og neyta ávaxta þeirra.+ 22  Þeir munu ekki byggja hús til að aðrir búi í þeimné planta til að aðrir geti borðað. Fólk mitt verður langlíft eins og trén+og mínir útvöldu munu njóta handaverka sinna til fulls. 23  Þeir strita ekki til einskis+né eignast börn sem verða ógæfu að bráðþví að þeir eru fólk sem Jehóva hefur blessað,+þeir og afkomendur þeirra.+ 24  Ég svara jafnvel áður en þeir kalla,meðan þeir eru enn að tala bænheyri ég þá. 25  Úlfurinn og lambið verða saman á beit,ljónið bítur gras eins og naut+og moldin verður fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli valda þau skaða né vinna nokkrum mein,“+ segir Jehóva.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „dveljast í varðskýlum“.
Eða „viðbjóðslegu“.
Eða hugsanl. „ég myndi veita þér heilagleika minn“.
Orðrétt „í skaut þeirra“.
Orðrétt „í skaut þeirra“.
Orðrétt „blessun“.
Eða „Akorslétta“.
Eða „trúfestinnar“. Orðrétt „amensins“.
Eða „trúfestinnar“. Orðrétt „amensins“.
Eða hugsanl. „og sá sem nær ekki tíræðisaldri verður álitinn bölvaður“.