Matteus segir frá 1:1–25

1  Bókin sem segir sögu* Jesú Krists,* sonar Davíðs,+ sonar Abrahams.+   Abraham eignaðist Ísak,+Ísak eignaðist Jakob,+Jakob eignaðist Júda+ og bræður hans,   Júda eignaðist Peres og Sera+ með Tamar,Peres eignaðist Hesrón,+Hesrón eignaðist Ram,+   Ram eignaðist Ammínadab,Ammínadab eignaðist Nakson,+Nakson eignaðist Salmón,   Salmón eignaðist Bóas með Rahab,+Bóas eignaðist Óbeð með Rut,+Óbeð eignaðist Ísaí,+   Ísaí eignaðist Davíð+ konung. Davíð eignaðist Salómon+ með eiginkonu Úría,   Salómon eignaðist Rehabeam,+Rehabeam eignaðist Abía,Abía eignaðist Asa,+   Asa eignaðist Jósafat,+Jósafat eignaðist Jóram,+Jóram eignaðist Ússía,   Ússía eignaðist Jótam,+Jótam eignaðist Akas,+Akas eignaðist Hiskía,+ 10  Hiskía eignaðist Manasse,+Manasse eignaðist Amón,+Amón eignaðist Jósía,+ 11  Jósía+ eignaðist Jekonja+ og bræður hans um það leyti sem Gyðingar voru fluttir í útlegð til Babýlonar.+ 12  Jekonja eignaðist Sealtíel í útlegðinni í Babýlon,Sealtíel eignaðist Serúbabel,+ 13  Serúbabel eignaðist Abíúd,Abíúd eignaðist Eljakím,Eljakím eignaðist Asór, 14  Asór eignaðist Sadók,Sadók eignaðist Akím,Akím eignaðist Elíúd, 15  Elíúd eignaðist Eleasar,Eleasar eignaðist Mattan,Mattan eignaðist Jakob, 16  Jakob eignaðist Jósef eiginmann Maríu en hún fæddi Jesú+ sem er kallaður Kristur.+ 17  Alls voru því 14 kynslóðir frá Abraham til Davíðs, 14 kynslóðir frá Davíð til útlegðarinnar í Babýlon og 14 kynslóðir frá útlegðinni í Babýlon til Krists. 18  Fæðingu Jesú Krists bar að með þessum hætti: María móðir hans var trúlofuð Jósef, en áður en þau gengu í hjónaband reyndist hún barnshafandi af völdum heilags anda.*+ 19  Jósef eiginmaður* hennar var réttlátur maður og vildi ekki valda henni opinberri skömm. Hann ætlaði því að skilja við hana í kyrrþey.+ 20  En þegar hann hafði gert upp hug sinn birtist engill Jehóva* honum í draumi og sagði: „Jósef sonur Davíðs, vertu óhræddur að taka Maríu konu þína heim til þín því að hún er barnshafandi af völdum heilags anda.+ 21  Hún mun fæða son og þú átt að nefna hann Jesú*+ því að hann mun frelsa fólk frá syndum þess.“+ 22  Allt gerðist þetta til að það rættist sem Jehóva* sagði fyrir milligöngu spámanns síns: 23  „Meyjan verður barnshafandi og fæðir son og hann verður nefndur Immanúel,“+ en það merkir ‚Guð er með okkur‘.+ 24  Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Jehóva* hafði sagt honum og tók konu sína heim til sín. 25  Hann hafði þó ekki kynmök við hana fyrr en hún hafði fætt son.+ Og hann lét hann heita Jesú.+

Neðanmáls

Eða „rekur ættartölu“.
Eða „Messíasar; hins smurða“.
Eða „kraftar Guðs“.
Hjá Gyðingum var sú hefð að unnusti væri kallaður eiginmaður.
Þetta er fyrsti staðurinn af 237 þar sem nafn Guðs, Jehóva, stendur í Grísku ritningunum í þessari biblíuútgáfu. Sjá viðauka A5.
Samsvarar hebreska nafninu Jesúa eða Jósúa sem merkir ‚Jehóva er hjálpræði‘.