Matteus segir frá 11:1–30

  • Jesús ber lof á Jóhannes skírara (1–15)

  • Jesús fordæmir forherta kynslóð (16–24)

  • Jesús lofar föður sinn fyrir að sýna auðmjúkum velvild (25–27)

  • Ok Jesú er endurnærandi (28–30)

11  Þegar Jesús hafði lokið við að leiðbeina lærisveinunum 12 hélt hann þaðan til að kenna og boða fagnaðarboðskapinn í öðrum borgum.+  Jóhannes hafði heyrt í fangelsinu+ um verk Krists og sendi lærisveina sína+  til að spyrja hann: „Ert þú sá sem á að koma eða eigum við að búast við öðrum?“+  Jesús svaraði þeim: „Farið og segið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið:+  Blindir sjá+ og fatlaðir ganga, holdsveikir+ hreinsast og heyrnarlausir heyra, dánir eru reistir upp og fátækum er fluttur fagnaðarboðskapurinn.+  Sá sem hneykslast ekki á mér er hamingjusamur.“+  Þegar þeir voru farnir fór Jesús að tala við mannfjöldann um Jóhannes og sagði: „Hvað fóruð þið til að sjá í óbyggðunum?+ Reyr sem sveiflast til í vindi?+  Hvað fóruð þið þá til að sjá? Mann í fínum* fötum? Nei, þeir sem klæðast fínum fötum halda til í konungshöllum.  Til hvers fóruð þið þá? Til að sjá spámann? Já, segi ég ykkur, og miklu meira en spámann.+ 10  Það er hann sem skrifað er um: ‚Ég sendi sendiboða minn á undan þér sem greiðir veg þinn.‘+ 11  Trúið mér, enginn sem er fæddur af konu er meiri en Jóhannes skírari en hinn minnsti í himnaríki er meiri en hann.+ 12  Frá dögum Jóhannesar skírara þar til nú er himnaríki markmiðið sem menn keppa að og þeir sem keppa að því ná því.+ 13  Bæði spámennirnir og lögin sögðu fyrir hvað myndi gerast, allt þar til Jóhannes kom,+ 14  og hvort sem þið viðurkennið það eða ekki er hann ‚sá Elía sem átti að koma‘.+ 15  Sá sem hefur eyru hann hlusti. 16  Við hverja á ég að líkja þessari kynslóð?+ Hún er eins og börn sem sitja á markaðstorgum og kalla til leikfélaga sinna: 17  ‚Við lékum á flautu fyrir ykkur en þið dönsuðuð ekki, við sungum sorgarljóð en þið syrgðuð ekki.‘* 18  Eins kom Jóhannes, át hvorki né drakk og fólk segir: ‚Hann er haldinn illum anda.‘ 19  Mannssonurinn kom, borðar og drekkur+ og fólk segir: ‚Sjáið! Hann er mathákur og drykkfelldur, vinur skattheimtumanna og syndara.‘+ En viskan sannast af verkum sínum.“*+ 20  Síðan fór hann að ávíta borgirnar þar sem hann hafði unnið flest máttarverk sín því að íbúar þeirra iðruðust ekki. 21  „Þú auma Korasín! Þú auma Betsaída! Ef máttarverkin sem gerðust í ykkur hefðu átt sér stað í Týrus og Sídon hefðu íbúar þeirra fyrir löngu iðrast í sekk og ösku.+ 22  En ég segi ykkur: Bærilegra verður fyrir Týrus og Sídon á dómsdegi en ykkur.+ 23  Og þú, Kapernaúm,+ verður þú kannski hafin upp til himins? Nei, þú ferð niður í gröfina.*+ Ef máttarverkin sem gerðust í þér hefðu átt sér stað í Sódómu stæði hún enn þann dag í dag. 24  En ég segi ykkur: Bærilegra verður fyrir land Sódómu á dómsdegi en ykkur.“+ 25  Um þessar mundir sagði Jesús: „Faðir, Drottinn himins og jarðar, ég lofa þig í áheyrn annarra því að þú hefur hulið þetta fyrir hinum vitru og gáfuðu en opinberað það börnum.+ 26  Já, faðir, þetta er samkvæmt vilja þínum. 27  Faðir minn hefur lagt allt í hendur mér+ og enginn gerþekkir soninn nema faðirinn.+ Enginn gerþekkir heldur föðurinn nema sonurinn og þeir sem sonurinn vill opinbera hann.+ 28  Komið til mín, þið öll sem stritið og berið þungar byrðar, og ég skal endurnæra ykkur. 29  Takið á ykkur mitt ok og lærið af mér því að ég er ljúfur í lund og lítillátur í hjarta,+ og þá endurnærist þið.* 30  Ok mitt er þægilegt* og byrði mín létt.“

Neðanmáls

Eða „mjúkum“.
Eða „börðuð ykkur ekki á brjóst“.
Eða „réttlætist af árangrinum“.
Eða „Hades“, það er, sameiginlega gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „sál ykkar“.
Eða „auðvelt að bera“.