Matteus segir frá 24:1–51

  • TÁKN UM NÆRVERU KRISTS (1–51)

    • Stríð, hungursneyðir, jarðskjálftar (7)

    • Boða þarf fagnaðarboðskapinn (14)

    • Mikil þrenging (21, 22)

    • Tákn Mannssonarins (30)

    • Fíkjutréð (32–34)

    • Eins og dagar Nóa (37–39)

    • Haldið vöku ykkar (42–44)

    • Trúi þjónninn og illur þjónn (45–51)

24  Jesús var á leið frá musterinu þegar lærisveinarnir komu til hans og vildu sýna honum byggingar musterisins.  Þá sagði hann: „Sjáið þið allt þetta? Trúið mér, hér mun ekki standa steinn yfir steini heldur verður allt rifið niður.“+  Meðan hann sat á Olíufjallinu og lærisveinarnir voru einir með honum komu þeir að máli við hann og spurðu: „Segðu okkur, hvenær gerist þetta og hvert verður tákn þess að þú sért nærverandi*+ og að lokaskeið þessarar heimsskipanar* sé hafið?“+  Jesús svaraði þeim: „Gætið þess að láta engan blekkja ykkur+  því að margir munu koma í mínu nafni og segja: ‚Ég er Kristur,‘ og blekkja marga.+  Þið munuð frétta af stríðsátökum í grennd og í fjarska. Gætið þess að skelfast ekki því að þetta þarf að gerast en endirinn er samt ekki kominn.+  Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki.+ Það verða hungursneyðir+ og jarðskjálftar+ á einum stað eftir annan.  Allt er þetta upphaf fæðingarhríðanna.*  Þá mun fólk ofsækja ykkur+ og drepa+ og allar þjóðir munu hata ykkur vegna nafns míns.+ 10  Margir munu einnig falla frá trúnni og svíkja og hata hver annan. 11  Margir falsspámenn koma fram og blekkja marga+ 12  og vegna þess að illskan magnast mun kærleikur flestra kólna. 13  En sá sem er þolgóður allt til enda mun bjargast.+ 14  Og fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina til að allar þjóðir fái að heyra hann,+ og síðan kemur endirinn. 15  Þegar þið sjáið viðurstyggðina sem veldur eyðingu, og Daníel spámaður talar um, standa á heilögum stað+ (sá sem les þetta sýni dómgreind) 16  þá flýi þeir sem eru í Júdeu til fjalla.+ 17  Sá sem er uppi á þaki fari ekki niður til að sækja eigur sínar í húsinu 18  og sá sem er úti á akri snúi ekki aftur til að ná í yfirhöfn sína. 19  Þetta verða skelfilegir dagar fyrir barnshafandi konur og þær sem eru með barn á brjósti. 20  Biðjið að þið þurfið ekki að flýja að vetri til eða á hvíldardegi 21  því að þá verður svo mikil þrenging+ að annað eins hefur ekki gerst frá upphafi heims allt til þessa og gerist aldrei aftur.+ 22  Ef þessir dagar yrðu ekki styttir myndi enginn bjargast en vegna hinna útvöldu verða þeir styttir.+ 23  Ef einhver segir við ykkur: ‚Sjáið! Hér er Kristur,‘+ eða: ‚Þarna er hann,‘ þá skuluð þið ekki trúa því.+ 24  Falskristar og falsspámenn+ munu koma fram og gera mikil tákn og undur til að blekkja+ jafnvel hina útvöldu ef hægt er. 25  Ég hef varað ykkur við. 26  Ef fólk segir við ykkur: ‚Hann er í óbyggðunum!‘ þá skuluð þið ekki fara þangað, eða: ‚Hann er innst inni í húsinu!‘ þá skuluð þið ekki trúa því.+ 27  Nærvera* Mannssonarins verður eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.+ 28  Þar sem hræið er þar safnast ernirnir.+ 29  Strax eftir þrengingu þessara daga mun sólin myrkvast+ og tunglið hætta að skína, stjörnurnar falla af himni og kraftar himnanna nötra.+ 30  Þá birtist tákn Mannssonarins á himni og allar þjóðir* jarðar harma og kveina,+ og þær sjá Mannssoninn+ koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.+ 31  Hann sendir út engla sína með sterkum lúðurblæstri og þeir safna saman hans útvöldu úr áttunum* fjórum, frá öðrum endimörkum himins til hinna.+ 32  Lærið af þessari líkingu um fíkjutréð: Um leið og ungu greinarnar mýkjast og laufið springur út vitið þið að sumar er í nánd.+ 33  Eins skuluð þið vita þegar þið sjáið allt þetta að hann er í nánd, við dyrnar.+ 34  Trúið mér, þessi kynslóð líður alls ekki undir lok fyrr en allt þetta gerist. 35  Himinn og jörð líða undir lok en orð mín líða alls ekki undir lok.+ 36  Enginn veit þann dag og stund,+ hvorki englarnir á himnum né sonurinn heldur aðeins faðirinn.+ 37  Nærvera* Mannssonarins verður eins og dagar Nóa.+ 38  Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust fram til þess dags sem Nói gekk inn í örkina,+ 39  og þeir gáfu engan gaum að því sem var að gerast fyrr en flóðið kom og sópaði þeim öllum burt.+ Þannig verður við nærveru Mannssonarins. 40  Þá verða tveir menn á akri, annar verður tekinn og hinn skilinn eftir. 41  Tvær konur mala í handkvörn, önnur verður tekin og hin skilin eftir.+ 42  Haldið því vöku ykkar. Þið vitið ekki hvaða dag Drottinn ykkar kemur.+ 43  En eitt skuluð þið vita: Ef húseigandinn vissi hvenær um nóttina* þjófurinn kæmi+ myndi hann vaka og ekki láta brjótast inn í hús sitt.+ 44  Verið þið sömuleiðis viðbúnir,+ því að Mannssonurinn kemur þegar þið eigið ekki von á því. 45  Hver er eiginlega hinn trúi og skynsami* þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir vinnuhjú sín til að gefa þeim mat á réttum tíma?+ 46  Sá þjónn er glaður ef húsbóndi hans sér hann gera það þegar hann kemur.+ 47  Trúið mér, hann setur hann yfir allar eigur sínar. 48  En ef þjónninn reynist illur og segir í hjarta sínu: ‚Húsbónda mínum seinkar,‘+ 49  og hann fer að berja samþjóna sína og borða og drekka með drykkjumönnum, 50  þá kemur húsbóndi hans á degi sem hann á ekki von á og stund sem hann býst ekki við.+ 51  Hann refsar þá þjóninum harðlega og rekur hann út til hræsnaranna. Þar mun hann gráta og gnísta tönnum.+

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar, „nærvera“.
Eða „aldar“. Sjá orðaskýringar.
Eða „hörmunganna; þjáninganna“.
Orðrétt „allir ættbálkar“.
Orðrétt „frá vindunum“.
Eða „á hvaða næturvöku“.
Eða „hyggni“.